Maðurinn

Matseðill morgundagsins: Skordýrabrauð með ostlíki úr geri

Matarvenjur okkar hafa skaðleg áhrif á jörðina en ný tegund matvæla sem innihalda allt frá skordýrum yfir í þörunga, á að leysa af hólmi skaðlega fæðuna. Hér má öðlast yfirsýn yfir matseðil framtíðarinnar.

BIRT: 20/03/2024

Matarvenjur okkar íþyngja jörðinni. Landbúnaður losar gríðarlega mikið af koltvísýringi, mengar vatn og jarðveg og stuðlar að eyðingu skóga sem ógnar dýrum og plöntum.

 

Þrátt fyrir álagið á matvælaframleiðslu svelta um 800 milljónir manns.

 

Með öðrum orðum, við þurfum nýjar matarvenjur. Sem betur fer er hafsjór af nýjum loftslagsvænum matvælum á leiðinni en sumum þeirra þarf aðeins að venjast.

 

ÞÖRUNGAR

Þörungaduft í stað kjöts og fisks

Íslenska fyrirtækið Vaxa hyggst framleiða næringarríkan morgunmat með því að bæta spírúlína-þörungum út í skyr.

 

Þörungarnir eru ræktaðir í hátæknilegri verksmiðju sem dregur til sín meiri koltvísýring en hún losar og uppfyllir alla þörf okkar fyrir amínósýrur, ómega-3, svo og B12-vítamín sem gerir það að verkum að við þurfum í raun hvorki að leggja okkur til munns kjöt né fisk.

 

Þörungaduftinu er enn fremur hægt að bæta út í aðrar fæðutegundir, á borð við jurtabuff.

 

Kostur: Mjög næringarríkt.

 

Ókostur: Krefst skyrs.

 

Hvernig bragðast það? Líkt og skyr.

 

Hvenær er maturinn tilbúinn? Ætti að fást í verslunum á þessu ári.

 

STOFNFRUMUKJÖT

Stofnfrumubuffin gera kjötið hollara

Nautahakk, framleitt í rannsóknarstofu, er í raun orðið svo ódýrt nú þegar að flestir hafa efni á að fá sér umhverfisvænt hakkbuff.

 

Ekki skemmir fyrir að ræktaða kjötið er sagt vera ljómandi gott á bragðið.

 

Vísindamenn geta meira að segja sérhannað kjötið á þann veg að það bragðist betur en kjöt sem fæst úr dýrum. Þeir geta nefnilega stjórnað því algerlega hvaða næringarefni frumurnar fá og með því móti gert rautt kjöt hollara en það nú er.

 

Kostur: Hollara og næringarríkara kjöt.

 

Ókostur: Enn of dýrt til að standast samkeppni.

 

Hvernig bragðast það? Líkt og nautahakk.

 

Hvenær er maturinn tilbúinn? Hugsanlega þegar árið á þessu ári.

 

SVEPPAÞRÆÐIR

Sveppaþræðir breytast í safaríkar steikur

Mörg fyrirtæki róa að því öllum árum að setja á markað umhverfisvæna staðgengla vinsælustu kjöttegundarinnar en með því er átt við safaríkar steikur.

 

Framleiðendurnir Juicy Marbles í Slóveníu og Meati í Bandaríkjunum hafa sett á markað steikur sem gerðar eru úr svepparótum en um er að ræða eins konar rætur sem minna einna helst á þræði.

 

Steikur þessar líkjast raunverulegum steikum og búa yfir áþekkum, eilítið seigkenndum þéttleika en með því að bæta við jurtafitu verða steikurnar jafnframt safaríkar.

 

Kostur: Áferðin minnir mjög svo á kjöt.

 

Ókostur: Bragðast ekki alveg eins og kjöt og er ansi dýrt.

 

Hvernig bragðast það? Líkt og úmaní, þ.e. minnir á kjöt en er þó ekki alveg eins.

 

Hvenær er maturinn tilbúinn? Fæst nú þegar.

 

GER

Ger leiðir af sér nákvæma eftirlíkingu af osti

Maðurinn hefur þekkt og notað ger í árþúsundir til að framleiða allt frá vínanda í víni og öli yfir í brauð.

 

Nú beita fyrirtæki á borð við þýska fyrirtækið Formo öllum ráðum til að umbreyta gerinu þannig að framleiða megi úr því ost í staðinn.

 

Með því að bæta erfðavísum úr kúm saman við einfrumu gersveppina vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til að geta framleitt ost sem inniheldur sömu prótín og við á um ost gerðan úr mjólk og sem bragðast nákvæmlega eins og raunverulegur ostur.

 

Kostur: Engin dýr notuð í framleiðsluferlinu.

 

Ókostur: Gæti orðið dýr afurð.

 

Hvernig bragðast það? Líkt og ostur.

 

Hvenær er maturinn tilbúinn? Enn óljóst.

 

SKORDÝR

Skordýr leiða af sér umhverfisvænt prótín

Marga Vesturlandabúa hryllir við tilhugsuninni um að eiga að borða skordýr. Í sumum löndum þykir þetta hins vegar alveg eðlilegt.

 

Skordýr eru langtum umhverfisvænni en t.d. kýr en framleiðsla skordýra felur í sér miklu minni notkun auðlinda til að framleiða sama magn matar en á við um t.d. kýr.

 

Fyrir vikið hyggjast fyrirtæki í líkingu við litháíska fyrirtækið Divaks nýta skordýr, m.a. mjölbjöllur, í framleiðslu á skordýramjöli sem hægt er að baka úr brauð, svo og útbúa skordýraolíu fyrir matargerð.

 

Kostir: Skordýr hafa í för með sér lítið kolefnisspor.

 

Ókostir: Margir geta ekki hugsað sér að snæða skordýr.

 

Hvernig bragðast það? Í raun frekar bragðlaust.

 

Hvenær er maturinn tilbúinn? Nokkrar afurðir eru þegar í sölu, aðrar á leiðinni.

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Shutterstock,© Formo,© primalfuture/pixabay

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.