Sveif knýr útvarp ljós og flautu
Í neyð nýtist útvarpstækið Midland ER310 bæði á FM og AM án nokkurra rafhlaðna.
Með því að snúa sveifinni framleiðir þú rafmagn fyrir útvarpið og önnur innbyggð tæki; ljós, USB-hleðslutæki og neyðarflautu sem getur gefið frá sér neyðarflaut sem heyrist langar leiðir.
Hafðu auga með geislavirkninni
Geislavirkni er ósýnileg og getur verið banvæn. Vasamælirinn Joy-IT JT-Rad01 hefur marga sömu eiginleika og miklu dýrari tæki, en fyrir lægra verð.
Tækið mælir beta- gamma- og röntgengeislun og gefur frá sér bæði hljóð og ljós ef geislunin er of mikil.
Vatn: Sía tryggir hreint vatn fyrir alla fjölskylduna
Ef þú hefur ekki aðgang að hreinu vatni getur Big Berkey skilað allt að 26 lítrum af hreinu vatni á klukkustund. Þriggja þrepa síukerfi hreinsar úr vatninu jafnt bakteríur og veirur, sem skaðleg efni og slæma lykt.
Hiti: Ofn sem hitar bæði rýmið og matinn
Olíuofninn Toyotomi KS-53 er meðal þeirra afkastamestu á markaði. Þessi 5.300 vatta ofn heldur hita á stofunni þótt kalt sé úti og og að ofan má nýta hann sem eldavélarhellu.
Rafmagn: Fáðu rafmagn úr bensíni eða gasi
Ef rafmagnið fer, geturðu samt framleitt rafmagn fyrir ljós, kæliskáp og eldavélarhellu. Champion 92001i-DF getur nýtt bæði bensín og gas og skilar 2.200 vöttum.
Fáðu hjálp við allar aðstæður
Breski sérsveitarhermaðurinn John Wiseman skrifaði bók um það hvernig vænlegast væri að lifa af við allar aðstæður, SAS Survival Guide.
Úr bókinni er nú búið að gera app þar sem sýnt er í texta, teikningum og myndböndum hvernig þú getur alltaf bjargað þér með lágmarkasbúnaði, kannski bara snærisspotta og hníf.
Appið kennir þér að finna vatn, byggja skýli og kalla eftir aðstooð – ef allt annað þrýtur.
Haltu þig neðanjarðar eftir hamfarirnar
Verksmiðjuframleidda neyðarskýlið NomadBunkers er gert á Spáni en síðan flutt á afhendingarstað.
Skýlið á að grafa niður á fimm metra dýpi og þar geta fimm hafst við í allt að 12 mánuði – í skjóli fyrir þeirri hættu á geislavirkni, faraldri eða efnahættu sem kann að ríkja á yfirborðinu.