Komdu í geimgöngu – allt frá því að klæða þig í þyngdarlausu herbergi – í að festa líflínuna og að lyfta 4215 kílóa gervihnött með höndunum einum saman.
Klæðaburðurinn
Áður en geimfarar fara út fyrir geimstöðina þurfa þeir að fá aðstoð við að komast í geimbúninginn. Búningurinn er klæðskerasaumaður fyrir hvern og einn, og jafnframt er gert ráð fyrir að hryggjarsúlan lengist um nokkra sentimetra í geimnum vegna þess hve lítill þyngdarkrafturinn er.
Loftlásinn
Einni klukkustund fyrir geimgönguna svífur geimfarinn inn í þröngan loftlás. Þrýstingurinn er minnkaður frá 0,7 börum niður í 0,35 og geimfarinn kannast hvort búningurinn sé alveg þéttur.
Þessu næst hleypir ventill restinni af loftinu út í geim og það myndast tómarúm.
Útgangurinn
Lúgan helst opin meðan á geimgöngunni stendur þannig að bjarga megi geimfaranum með hraði ef þörf krefur. Það reyndist t.d. nauðsynlegt árið 2013 þegar ítalski geimfarinn Luca Parmitano fékk vatn í hjálminn vegna bilunar í geimbúningnum.
Brynvörn
Geimbúningurinn samanstendur af 14 lögum af mismunandi efnum. Næst líkamanum er vökvadrægt efni alsett örsmáum rörum sem draga í sig vökva. Vökvanum er síðan dælt um hringrás til að halda líkamshita niðri við erfiðisvinnu.
Líflínan
Um leið og geimfarinn er kominn út úr loftlásinum tengir hann sig fastann við geimstöðina með stálvírum. Á búningnum er búnaður sem getur dregið snúruna inn. Ef snúran losnar vegna óhapps hefur geimfarinn bakpoka með litlum gastúðum sem geta þrýst honum aftur til geimstöðvarinnar.
Pistólan
Svonefnd „pistol grip“ verkfæri eru notuð t.d. þegar festa þarf nýja klæðningu utan á geimstöðina. Verkfærið er með stafrænan skjá þar sem hægt er að vakta og stilla inn kraftinn á með mikilli nákvæmni. Slík borvél er eitt helsta verkfærið um borð í ISS.
Hanskarnir
Það mæðir mest á hönskunum í geimgöngu. Þess vegna eru þeir stöðugt kannaðir því minnsta rifa, eins og sést á myndinni, varð til þess að stjórnstöð fyrirskipaði geimfaranum Rick Mastracchio að halda strax aftur inn í stöðina árið 2007.
Lausnateymið
Meðan á geimgöngu stóð árið 2017 tapaðist hitaeinangrandi hlíf sem átti að koma fyrir á einni einingu geimstöðvarinnar. Í stjórnstöðinni leituðu verkfræðingar lausna með því að skoða hvaða búnað geimfararnir um borð í geimstöðinni höfðu yfir að ráða.
Samvinna
Þegar að það þurfti að koma villuráfandi fjarskiptagervihnetti á réttan kjöl fengu þrír geimfarar það verkefni að grípa þennan 4215 kg þunga gervihnött með handaflinu einu saman. Gervihnettir á braut eru í frjálsu falli umhverfis jörðu og vega því ekki neitt.
Klæðaburðurinn
Áður en geimfarar fara út fyrir geimstöðina þurfa þeir að fá aðstoð við að komast í geimbúninginn. Búningurinn er klæðskerasaumaður fyrir hvern og einn, og jafnframt er gert ráð fyrir að hryggjarsúlan lengist um nokkra sentimetra í geimnum vegna þess hve lítill þyngdarkrafturinn er.
Loftlásinn
Einni klukkustund fyrir geimgönguna svífur geimfarinn inn í þröngan loftlás. Þrýstingurinn er minnkaður frá 0,7 börum niður í 0,35 og geimfarinn kannast hvort búningurinn sé alveg þéttur.
Þessu næst hleypir ventill restinni af loftinu út í geim og það myndast tómarúm.
Útgangurinn
Lúgan helst opin meðan á geimgöngunni stendur þannig að bjarga megi geimfaranum með hraði ef þörf krefur. Það reyndist t.d. nauðsynlegt árið 2013 þegar ítalski geimfarinn Luca Parmitano fékk vatn í hjálminn vegna bilunar í geimbúningnum.
Brynvörn
Geimbúningurinn samanstendur af 14 lögum af mismunandi efnum. Næst líkamanum er vökvadrægt efni alsett örsmáum rörum sem draga í sig vökva. Vökvanum er síðan dælt um hringrás til að halda líkamshita niðri við erfiðisvinnu.
Líflínan
Um leið og geimfarinn er kominn út úr loftlásinum tengir hann sig fastann við geimstöðina með stálvírum. Á búningnum er búnaður sem getur dregið snúruna inn. Ef snúran losnar vegna óhapps hefur geimfarinn bakpoka með litlum gastúðum sem geta þrýst honum aftur til geimstöðvarinnar.
Pistólan
Svonefnd „pistol grip“ verkfæri eru notuð t.d. þegar festa þarf nýja klæðningu utan á geimstöðina. Verkfærið er með stafrænan skjá þar sem hægt er að vakta og stilla inn kraftinn á með mikilli nákvæmni. Slík borvél er eitt helsta verkfærið um borð í ISS.
Hanskarnir
Það mæðir mest á hönskunum í geimgöngu. Þess vegna eru þeir stöðugt kannaðir því minnsta rifa, eins og sést á myndinni, varð til þess að stjórnstöð fyrirskipaði geimfaranum Rick Mastracchio að halda strax aftur inn í stöðina árið 2007.
Lausnateymið
Meðan á geimgöngu stóð árið 2017 tapaðist hitaeinangrandi hlíf sem átti að koma fyrir á einni einingu geimstöðvarinnar. Í stjórnstöðinni leituðu verkfræðingar lausna með því að skoða hvaða búnað geimfararnir um borð í geimstöðinni höfðu yfir að ráða.
Samvinna
Þegar að það þurfti að koma villuráfandi fjarskiptagervihnetti á réttan kjöl fengu þrír geimfarar það verkefni að grípa þennan 4215 kg þunga gervihnött með handaflinu einu saman. Gervihnettir á braut eru í frjálsu falli umhverfis jörðu og vega því ekki neitt.