Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

14 lög af efnisklæðum aðskilja líkama geimfarans gegn ægilegri geislun og hitastigsbreytingum sem nema 200 gráðum. Geimganga er eitt mest krefjandi starf í geimstöðinni, þar sem örsmáar rifur í hanska krefjast eldskjótra viðbragða.

BIRT: 21/04/2024

Komdu í geimgöngu – allt frá því að klæða þig í þyngdarlausu herbergi – í að festa líflínuna og að lyfta 4215 kílóa gervihnött með höndunum einum saman.

Klæðaburðurinn

Áður en geimfarar fara út fyrir geimstöðina þurfa þeir að fá aðstoð við að komast í geimbúninginn. Búningurinn er klæðskerasaumaður fyrir hvern og einn, og jafnframt er gert ráð fyrir að hryggjarsúlan lengist um nokkra sentimetra í geimnum vegna þess hve lítill þyngdarkrafturinn er.

Loftlásinn

Einni klukkustund fyrir geimgönguna svífur geimfarinn inn í þröngan loftlás. Þrýstingurinn er minnkaður frá 0,7 börum niður í 0,35 og geimfarinn kannast hvort búningurinn sé alveg þéttur.

 

Þessu næst hleypir ventill restinni af loftinu út í geim og það myndast tómarúm.

Útgangurinn

Lúgan helst opin meðan á geimgöngunni stendur þannig að bjarga megi geimfaranum með hraði ef þörf krefur. Það reyndist t.d. nauðsynlegt árið 2013 þegar ítalski geimfarinn Luca Parmitano fékk vatn í hjálminn vegna bilunar í geimbúningnum.

Brynvörn

Geimbúningurinn samanstendur af 14 lögum af mismunandi efnum. Næst líkamanum er vökvadrægt efni alsett örsmáum rörum sem draga í sig vökva. Vökvanum er síðan dælt um hringrás til að halda líkamshita niðri við erfiðisvinnu.

Líflínan

Um leið og geimfarinn er kominn út úr loftlásinum tengir hann sig fastann við geimstöðina með stálvírum. Á búningnum er búnaður sem getur dregið snúruna inn. Ef snúran losnar vegna óhapps hefur geimfarinn bakpoka með litlum gastúðum sem geta þrýst honum aftur til geimstöðvarinnar.

Pistólan

Svonefnd „pistol grip“ verkfæri eru notuð t.d. þegar festa þarf nýja klæðningu utan á geimstöðina. Verkfærið er með stafrænan skjá þar sem hægt er að vakta og stilla inn kraftinn á með mikilli nákvæmni. Slík borvél er eitt helsta verkfærið um borð í ISS.

Hanskarnir

Það mæðir mest á hönskunum í geimgöngu. Þess vegna eru þeir stöðugt kannaðir því minnsta rifa, eins og sést á myndinni, varð til þess að stjórnstöð fyrirskipaði geimfaranum Rick Mastracchio að halda strax aftur inn í stöðina árið 2007.

Lausnateymið

Meðan á geimgöngu stóð árið 2017 tapaðist hitaeinangrandi hlíf sem átti að koma fyrir á einni einingu geimstöðvarinnar. Í stjórnstöðinni leituðu verkfræðingar lausna með því að skoða hvaða búnað geimfararnir um borð í geimstöðinni höfðu yfir að ráða.

Samvinna

Þegar að það þurfti að koma villuráfandi fjarskiptagervihnetti á réttan kjöl fengu þrír geimfarar það verkefni að grípa þennan 4215 kg þunga gervihnött með handaflinu einu saman. Gervihnettir á braut eru í frjálsu falli umhverfis jörðu og vega því ekki neitt.

Klæðaburðurinn

Áður en geimfarar fara út fyrir geimstöðina þurfa þeir að fá aðstoð við að komast í geimbúninginn. Búningurinn er klæðskerasaumaður fyrir hvern og einn, og jafnframt er gert ráð fyrir að hryggjarsúlan lengist um nokkra sentimetra í geimnum vegna þess hve lítill þyngdarkrafturinn er.

Loftlásinn

Einni klukkustund fyrir geimgönguna svífur geimfarinn inn í þröngan loftlás. Þrýstingurinn er minnkaður frá 0,7 börum niður í 0,35 og geimfarinn kannast hvort búningurinn sé alveg þéttur.

 

Þessu næst hleypir ventill restinni af loftinu út í geim og það myndast tómarúm.

Útgangurinn

Lúgan helst opin meðan á geimgöngunni stendur þannig að bjarga megi geimfaranum með hraði ef þörf krefur. Það reyndist t.d. nauðsynlegt árið 2013 þegar ítalski geimfarinn Luca Parmitano fékk vatn í hjálminn vegna bilunar í geimbúningnum.

Brynvörn

Geimbúningurinn samanstendur af 14 lögum af mismunandi efnum. Næst líkamanum er vökvadrægt efni alsett örsmáum rörum sem draga í sig vökva. Vökvanum er síðan dælt um hringrás til að halda líkamshita niðri við erfiðisvinnu.

Líflínan

Um leið og geimfarinn er kominn út úr loftlásinum tengir hann sig fastann við geimstöðina með stálvírum. Á búningnum er búnaður sem getur dregið snúruna inn. Ef snúran losnar vegna óhapps hefur geimfarinn bakpoka með litlum gastúðum sem geta þrýst honum aftur til geimstöðvarinnar.

Pistólan

Svonefnd „pistol grip“ verkfæri eru notuð t.d. þegar festa þarf nýja klæðningu utan á geimstöðina. Verkfærið er með stafrænan skjá þar sem hægt er að vakta og stilla inn kraftinn á með mikilli nákvæmni. Slík borvél er eitt helsta verkfærið um borð í ISS.

Hanskarnir

Það mæðir mest á hönskunum í geimgöngu. Þess vegna eru þeir stöðugt kannaðir því minnsta rifa, eins og sést á myndinni, varð til þess að stjórnstöð fyrirskipaði geimfaranum Rick Mastracchio að halda strax aftur inn í stöðina árið 2007.

Lausnateymið

Meðan á geimgöngu stóð árið 2017 tapaðist hitaeinangrandi hlíf sem átti að koma fyrir á einni einingu geimstöðvarinnar. Í stjórnstöðinni leituðu verkfræðingar lausna með því að skoða hvaða búnað geimfararnir um borð í geimstöðinni höfðu yfir að ráða.

Samvinna

Þegar að það þurfti að koma villuráfandi fjarskiptagervihnetti á réttan kjöl fengu þrír geimfarar það verkefni að grípa þennan 4215 kg þunga gervihnött með handaflinu einu saman. Gervihnettir á braut eru í frjálsu falli umhverfis jörðu og vega því ekki neitt.

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.