Myllur taka á loft

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Því öflugri stormur, þess meira rafmagn getur vindmylla framleitt. Og stormurinn er einmitt mestur í skotvindinum sem geisar í um 10.000 metra hæð yfir jörðu.

 

Samfelldur vindstyrkur er rétt eins mikilvægur, en skotvindar blása jafnt og stöðugt og eru því afar heppilegir til að knýja vindmyllur.

 

Margir sérfræðingar og einkafyrirtæki vinna nú að því að hanna vindmyllur sem geta starfað hátt yfir jörðu. Fyrirtækið Sky WindPower hyggst t.d. senda fljúgandi vindmyllur með fjögur sett af vængjum upp í skotvindinn.

 

Vindmyllan á að halda sjálfri sér fljúgandi og auk þess framleiða rafmagn sem er sent niður til jarðar í gegnum kapla.

 

Skotvindar eru að jafnaði tíu sinnum öflugri en vindur nærri yfirborði jarðar. Ef eða þegar tæknin telst nægjanlega örugg og arðbær til að uppskera orku úr skotvindi, öðlumst við aðgang að hundrað sinnum meiri orku en við höfum þörf fyrir, samkvæmt vísindamönnum við Carnegy Institution of Science og California State University.

 

Yfir New York blása skotvindar t.d. jafnt og stöðugt og geta framleitt 16 kílówött á hvern fermetra. Til samanburðar geta vindmyllur við bestu aðstæður á jörðu aðeins framleitt 1 kílówatt á fermetra.

 

Í háloftunum yfir Japan, Kína, allri austurströnd BNA og Suður-Ástralíu þar sem póla-skotvindar blása er mikla orku að hafa.

 

Í um 5% tímans er þó ekki nægilega öflugur vindur og því verða menn að hafa öflugan aukabúnað til að halda myllunum á lofti.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is