Vantar þig einhvern til að dansa við? Þá gætirðu dansað við vélmenni frá Boston Dynamics.
Vélmennin dansa við lagið ,,Do You Love Me” með hljómsveitinni The Contours sem varð vinsælt í kvikmyndinni Dirty Dancing. Þrátt fyrir að sýna góð tilþrif á dansgólfinu dansa þau ekki eins vel og Patrick Swayze gerði á sínum tíma.
Vélmennin eru þróuð af Boston Dynamics, sem var nýlega selt til Hyundai fyrir rúma hundrað milljarða króna
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ HÉR OG EKKI GLEYMA AÐ SETJA HLJÓÐ Á
Þetta eru vélmenni Boston Dynamics
Vélmennin á myndinni eru Spot, Atlas og Handle.
Atlas er frumgerð manngerðs vélmennis sem hefur þróast hratt á síðustu tíu árum.
Árið 2013 gat það varla gengið, árið 2018 náði það færni í parkour (götufimleikum), Árið 2018 náði það tökum á fimleikum, og nú dansar Atlas.
Handle er gagnlegasta vélmenni fyrirtækisins og er hannað til að hjálpa til í vöruhúsum og skipuleggja lagerinn. Það hefur ekki ennþá komið á almennan markað.
Spot líkist hundi og er hægt að fjarstýra honum.
Spot hefur hingað til starfað sem fjárhundur í Ástralíu, aðstoðað COVID-19 sjúklinga í Bandaríkjunum og haft umsjón á borpalli.
Ef þú vilt kaupa hundavélmennið Spot þarftu að punga út u.þ.b. 10 milljónum króna.
Félagsvélmenni vekja sterkar tilfinningar
Félagsvélmenni haga sér eins og litlir vinir sem bæði tala og sýna tilfinningar. Í tilraun einni neituðu þátttakendur að slökkva á vélmenninu því það sagðist vera myrkfælið.