Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Skógarhöggsmenn hafa yfirtekið svæði ættflokksins sem skapar ýmsar hættur fyrir hann.

BIRT: 22/07/2024

Það er sjaldgæft að umheimurinn sjái þær manneskjur sem búa djúpt inni í regnskóginum.

 

Reyndar, samkvæmt samtökunum Survival International, býr stærsti ættflokkur heims, Mashco Piro, í Amasón-regnskóginum í Perú. Nú afhjúpa ljósmyndir af ættflokknum að það er verið að reka hann út úr regnskóginum.

 

Myndirnar hafa farið víða um heim og eru öflugar vísbendingar um þær hörmungar sem eru að gerast í þeim hluta regnskógarins þar sem ættflokkurinn býr.

 

Það er allavega það sem samtökin Survival International vilja meina.

 

„Þessar ótrúlegu myndir sýna að mikill fjöldi Mashco Piro-fólks býr aðeins nokkra kílómetra frá þeim stað þar sem skógarhöggsmenn eru við það að hefja vinnu sína,“ segir Caroline Pearce, forstjóri Survival International, í fréttatilkynningu.

 

Fyrirtæki skapa hættur fyrir ættflokka

Talið er að Mashco Piro-fólkið samanstandi af 750 manns og er einangraður þjóðflokkur sem aldrei hefur haft samskipti við umheiminn. Þau búa djúpt í regnskóginum í suðausturhluta Perú.

 

Síðan í júní hafa þau hins vegar sést nokkrum sinnum við árbakka einn vegna þess að skógarhöggsmenn hafa yfirtekið landsvæði þeirra, að sögn Survival International og eins heimasamtakanna FENAMAD, sem berjast fyrir réttindum innfæddra.

 

Telja þeir að fyrirtæki hafi yfirtekið það svæði sem ættflokkurinn býr og ​​af því stafi ættflokknum ýmsar hættur.

Nokkrir stórir, alþjóðlegir fjölmiðlar eins og SkyNew, The Guardian og Reuters hafa birt myndir og fjallað um ættflokkinn.

Í fyrsta lagi hefur fólkið búið svo einangrað að það hefur ekkert ónæmi fyrir sjúkdómum sem berast með skógarhöggsmönnunum.

 

Að auki hafa samtökin áhyggjur af því að ofbeldisfull átök muni eiga sér stað.

Mashco Piro

Survival International telur að Mahco Piro sé stærsti ættflokkurinn sem ekki hefur haft samband við umheiminum. Ættflokkurinn telur 750 manns.

 

Þeir búa djúpt í regnskóginum í suðausturhluta Perú.

 

Ættflokkurinn lifði meðal annars af fjöldamorð í gúmmíuppsveiflunni í lok 18. aldar og hefur í kjölfarið sýnt fram á að hann ætli verja landsvæði sitt.

 

Í dag er verið að ráðast á land þeirra á ný  en hluti yfirráðasvæðis þeirra hefur verið seldur skógarhöggsfyrirtækjum.

 

Heimild: Survival International

Ekki í fyrsta sinn

Að sögn Reuters hafa myndir af ættflokknum komið fram undanfarnar vikur sem sýna meira en 50 manns á árbakka einum í Madre De Dios-héraðinu nálægt Monte Salvado og 17 manns sáust nálægt öðrum bæ í sama héraði.

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumbyggjar svæðisins flýja. Survival International skrifar á vefsíðu sína að gúmmíbarónar hafi ráðist inn á yfirráðasvæði þeirra á ofanverðri nítjándu öld. Þá voru frumbyggjar teknir sem þrælar, drepnir eða hraktir á flótta.

 

Mashco Piro ættflokkurinn lifði þó af og flúði dýpra inn í regnskóginn.

 

Bæði Survival International og staðbundin samtök sem starfa fyrir innfædda á svæðinu telja að aðgerða sé þörf af hálfu yfirvalda á svæðinu.

 

„Þetta er óhrekjanleg sönnun þess að margir Masho Piro íbúar búa enn á því svæði þar sem stjórnvöldum hefur ekki aðeins mistekist að vernda, heldur hafa þau í raun selt skógarhöggsfyrirtækjum svæðið,“ segir Alfredo Vargas Pio, forseti staðarsamtakanna FENAMAD samkvæmt Survival International.

HÖFUNDUR: STINE HANSEN

© Survival International

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is