Sjálflýsandi nanóeindir sem berast inn í heilann með blóðrásinni munu bæði auðvelda læknum að skera burtu heilaæxli og auka líkurnar á að ekkert verði eftir af því.
Það eru vísindamenn við Washington-háskóla undir forystu Minqins Zhang prófessors sem hafa þróað hinar sjálflýsandi nanóeindir.
Eindirnar líma sig við æxlið og lýsa það upp, þannig að það sést mun greinilegar við heilaskönnun. Skurðlæknirinn stendur því mun betur að vígi, enda þekkir hann nú nákvæmlega bæði stærð æxlisins og lögun áður en aðgerðin hefst.
Krabbameinsæxli í heila smita út í heilbrigðan vef og mörkin verða því óskýr. Þetta eykur hættu á að heilbrigður vefur sé fjarlægður.
Áður hefur engum lánast að þróa nanóeindir sem væru færar um að komast úr blóðrásinni út í heilavefinn sjálfan, en þetta tókst sem sagt Minqin Zhang og félögum.
Vísindamennirnir óttuðust reyndar að varnarveggurinn milli blóðrásarinnar og heilans gæti skaddast, en við tilraunir á músum varð ekki vart neinna aukaverkana, þótt nanóeindirnar væru kyrrar í heilanum í allt upp í 5 daga.