Tækni
Pappírsþunn motta úr nanótrefjum mun í framtíðinni sjúga í sig olíumengun úr sjó.
Þetta er hugsjón hóps vísindamanna við MIT-stofnunina bandarísku.
Trefjarnar hrinda frá sér vatni en drekka hins vegar í sig olíu. Mottan er fær um að drekka í sig 20-faldan eigin þunga af olíu og 10-faldan eigin þunga af bensíni.
Þessi olíugleypandi motta er gerð svipað og pappír. Í stað sellulósa nota vísindamennirnir einfaldlega trefjar úr kalíum, mangani og súrefni.
Þessi einfalda samsetning trefja skapar þannig ódýra lausn á annars dýrum vanda. Frá aldamótum hafa um 200.000 tonn af olíu farið í sjóinn.
Og nanómottan hefur einn stóran kost í viðbót.
Olíuna sem hún drekkur í sig má vinna úr henni og nýta. Þar eð mottan hrindir svo vel frá sér vatni má svo líka nota hana í hreinsistöðvar þar sem hún dregur í sig vatnshrindandi efni á borð við olíu, sem annars er erfitt að hreinsa úr vatninu.