Læknisfræði

Nefdropar koma í veg fyrir alsheimer

Enn sem komið er fyrirfinnst engin lækning gegn alsheimer en eftir 20 ára rannsóknir er þó viðbúið að bólusetning sé innan seilingar.

BIRT: 13/02/2023

Heilasjúkdómurinn alsheimer er algengasti heilabilunarsjúkdómur sem um getur en vísindamönnum hefur enn sem komið er ekki tekist að þróa rétta bóluefnið.

 

Nú eru í þann veg að hefjast fyrstu tilraunirnar á mönnum en þeim er ætlað að sannreyna öryggi og áhrif væntanlegs nefúða gegn þessum taugahrörnunarsjúkdómi.

 

Tilraunirnar marka tímamót

Vísindamenn við Brigham and Women sjúkrahúsið í Boston í Bandaríkjunum hyggjast gera tilraunir með bóluefnið á 16 sjúklingum á aldrinum 60-85 ára, eftir 20 ára tilraunir með bóluefnið.

 

Ef marka má fremsta vísindamanninn í þessu tilraunastarfi, dr. Howard L. Weiner, markar þetta skref tímamót í viðleitni manna til að uppræta þennan sjúkdóm.

 

Sjúklingarnir höfðu allir fengið einhver einkenni um alsheimer snemma á lífsleiðinni og er hverjum þeirra gefnir tveir skammtar af nefúðabóluefninu með einnar viku millibili.

 

Jákvæðar niðurstöður í músum

Í bóluefninu er stuðst við burðarefnið prótóllín sem vísindamenn binda vonir við að muni virkja ónæmisviðbrögð líkamans með hvítu blóðkornunum sem er að finna í eitlum á hliðum hnakkans og á honum aftanverðum.

 

Þaðan er blóðkornunum svo ætlað að ferðast upp í heila til að ráðast til atlögu við svonefndar beta-amýlóíð-skellur sem vísindamenn álíta vera helstu orsök alsheimers.

 

Aðferðin sem stuðst er við í þessari tilraun hefur verið rannsökuð í þaula undanfarna tvo áratugi. Rannsóknirnar leiddu í ljós að aðferðin gat bæði komið í veg fyrir og læknað alsheimer í músum.

 

Vísindamenn benda hins vegar á að grundvallarmunur sé á músum og mönnum. Þegar alsheimer á í hlut, hefur fyrri reynsla leitt í ljós að jákvæðar niðurstöður hvað mýs snertir þurfa ekki endilega að eiga við um menn.

Taugasérfræðingurinn og stjórnandi tilraunarinnar, dr. Howard L. Weiner.

Búist við gífurlegri alsheimer-aukningu

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, þjást um 55 milljónir manna um gjörvallan heim af heilabilun og gert er ráð fyrir að fjöldinn aukist upp í 78 milljónir árið 2030 og alls 139 milljónir árið 2050.

 

Vísindamannateymið sem stendur fyrir rannsókninni í Brigham and Women sjúkrahúsinu, gerir ráð fyrir að koma megi í veg fyrir 40 hundraðshluta allra tilfella með breyttum lifnaðarháttum.

 

Meðal þeirra breytinga sem læknar leggja til eru hreyfing, heilnæm fæða, svo og aukin andleg og félagsleg virkni.

 

Vísindamenn eru byrjaðir á þessum fyrsta hluta tilraunarinnar til þess að tryggja að bóluefnið sé hættulaust fólki. Ef allt fer að óskum mun næsta stig rannsóknarinnar felast í mati á áhrifum þess.

HÖFUNDUR: Denis Rivin

Shutterstock,© Len Rubenstein

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.