Líffræði
Allt fram á síðasta haust stóðu vísindamennirnir í þeirri meiningu að þeir þekktu allar tegundir spendýra í Evrópu. En þá tilkynnti Thomas Cucci við Durham-háskóla á Englandi að hann hefði uppgötvað nýja músategund á Kýpur.
Tegundina kallar hann Mus cyprianos. Músin er að því leyti ólík öðrum evrópskum músum að eyrun eru lengri, höfuðið stærra og augu og tennur eru meira áberandi.
Fornleifafræðingurinn Cucci var staddur á Kýpur til að bera saman músasteingervinga frá steinöld og núlifandi mýs. Þessi nýja tegund hefur ýmis sameiginleg einkenni með útdauðri tegund frá forsögulegum tíma.