Þú veist trúlega að Tyrannosaurus rex var konungur risaeðlanna, stór vexti en með smágerða framlimi.
Nú hefur hópur steingervingafræðinga, m.a. frá Argentínu og Kína, fundið bein úr alveg óþekktri tegund sem þeir kalla Koleken inakayali. Nú kemur í ljós að framlimirnir voru enn smærri en á Grameðlunni.
Beinin fundust í La Colonial Formation en þar hafa áður fundist steinrunnin bein af forneðlum.
Þessi nýuppgötvaða tegund hefur komið mönnum á óvart varðandi fleira en smæð framlimanna.
Vísindamennirnir segja nefnilega aðeins eina tegund ráneðla á þessu svæði.
Vísindamennirnir birtu niðurstöður rannsóknarinnar í tímaritinu Cladistics og álíta að þessi nýja tegund tilheyri ætt abelisaurus-eðla.
Risaeðlan Koleken inakayali.
Afar stuttir framlimir
Risaeðlan var meira en sex metra löng, var höfuðmjó og hafði gríðarsterkt bit.
Axlarbeinin voru stór en framlimirnir þó afar stuttir. Fremst á þeim voru smávaxnir og liprir fingur en ónothæfir til að grípa bráð.
Í viðtali við National Geographic sögðust vísindamennirnir fyrst hafa uppgötvað kló í berginu en síðar fundu þeir líka bein úr höfði og hálsi, næstum alla hrygglengjuna, tvo heila fætur og aðra mjöðmina.
Vísindamennirnir álíta að tegundin hafi verið uppi fyrir um 70 milljónum ára og segja hana til marks mikla fjölbreytni eðlutegunda á þessum tíma.