Eftir blóðtappa í hjarta deyja þeir hlutar hjartavöðvans sem ekki hafa fengið nægt blóðstreymi. Hjartað reynir að bæta skaðann, en þar eð frumur hjartavöðvans eru ekki færar um að skipta sér, á hjartað ekki annarra kosta völ en að mynda örvef sem dregur úr starfsgetu hjartans.
Fram að þessu hafa læknar ekki átt þess neinn kost að gera við hjartað, en nú hefur læknum við Barnasjúkrahúsið í Boston tekist að fá hjartafrumur til að skipta sér í stað þess að mynda örvef.
Hér gerðu vísindamennirnir tilraunir á rottum sem í var sprautað vaxtarefninu FGF ásamt efni sem hamlar virkni boðsameindarinnar p38 MAP kinase. Þessu var sprautað beint í hjartavöðvann eftir blóðtappa.
Annað efnið örvar frumuskiptinu í hjartavöðvanum en hitt örvar myndun nýrra blóðæða. Þremur mánuðum síðar voru rotturnar fullfrískar.
Nú hyggjast vísindamennirnir rannsaka hvort aðferðina megi líka nota við menn.