Fjólublá sæt kartafla, einnig þekkt sem Batat, er meðhöndluð til að hamla gegn krabba.
Það eru vísindamennirnir Ted Carey og Soyoung Lim við Kansas State University sem hafa betrumbætt kartöfluna, sem inniheldur mikið magn af efninu anthocyanín. Það fyrirbyggir krabbamein en virkar einnig gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og offitu.
Vísindamennirnir bættu anthocyanín þegar kartaflan var að vaxa sem nægði til að hún stóð framar öðrum sætum kartöflum. Það voru einkum tvö undirefni, cyanidín og peonidín, sem menn fundu við greiningu á batat-kartöflunni.
Tilraunir Soyong Lims með þarmakrabbafrumur úr mönnum sýndu að þessi tvö efni, jafnvel í vægum upplausnum, hömluðu vexti krabbameinsfrumna.
Kartaflan innihélt einnig mun meira af fenólum en aðrar sætar kartöflur.
Fenól eru andoxunarefni sem eru talin draga úr virkni krabbameinsmyndandi sindurefna í líkama okkar.