Lifandi Saga

Öfgamaður stakk Frakkakonung til bana

Enginn franskur konungur lifði af fleiri banatilræði en Hinrik 4. Gerðar voru alls 23 tilraunir til að koma honum fyrir kattarnef og allar mistókust þær nema sú síðasta. Árið 1610 var Hinrik ekki eins lánsamur og í öll hin skiptin, þegar villuráfandi kaþólskur öfgamaður réð konunginum bana en morðingjanum var síðan refsað grimmilega.

BIRT: 12/10/2021

LESTÍMI: 4 MÍNÚTUR

 

Föstudaginn 14. maí 1610 lenti Frakkakonungur, Hinrik 4., í aðstæðum sem varla er hægt að segja að hafi verið konungi sæmandi. Hestvagn hans sat fastur milli heyhlass og vagns sem var fullur af víntunnum í Rue de la Ferronnerie í miðborg Parísar og engin leið var að hagga vagninum.

 

Konurnar í litlu sölubásunum í þröngri götunni horfðu furðu lostnar á skrautlega klædda hirðþjóna konungsins reyna að draga vagnana á brott. Þetta spaugilega atvik breyttist hins vegar brátt í blóðugan sorgarleik.

 

Montbazon varð skelfingu lostinn þegar hann sá blóðtaumana seytla úr munni hans hátignar.

Rauðbirkinn maður henti sér á augabragði á hestvagninn og hélt sér þar dauðahaldi. Maðurinn lyfti öðrum handleggnum og nú glitti í langan, flugbeittan hníf rétt fyrir utan opinn hliðargluggann. Maðurinn beitti öllu afli til að þrýsta vopni sínu inn í líkama konungsins.

 

„Hvað er að gerast, yðar hátign?“ spurði Montbazon skelkaður en hann var einn fjögurra hirðmanna sem fylgdu konunginum í hestvagninum.

 

„Ekki neitt“, svaraði konungur en rödd hans var svo veikluleg að hann gat varla stunið upp þessum tveimur orðum. Montbazon varð skelfingu lostinn þegar hann sá blóðtaumana seytla úr munni hans hátignar.

 

Umburðarlyndi kostaði Hinrik lífið

Fólk flýði óttaslegið af götunni til þess að hleypa mætti hestvagni konungsins fram hjá. Brátt þeyttist hestvagninn áfram, dreginn af fjórum hestum á harðastökki og hvarf inn í hallargarðinn fyrir framan aðsetur konungsins í Louvre.

 

Læknir kom strax að en engin leið var að bjarga lífi konungsins. Hann opnaði augun tvisvar og gaf svo upp andann.

 

Hinrik 4. var á leið að heimsækja náinn ráðgjafa sinn, hertogann af Sully sem lá veikur, þegar Ravaillac réðst á hann.

Ravaillac réðst til atlögu

1 –  Opinn hestvagn

Í hestvagni konungs voru gluggarnir rúðulausir og leðurhlífarnar sem áttu að vernda hans hátign höfðu verið fjarlægðar daginn sem morðið var framið.

 

2 –  Myrtur með eldhúshníf

Ravaillac rændi morðvopninu, löngum beittum eldhúshníf, á krá einni í París. Skömmu fyrir morðið brýndi hann hnífsoddinn svo hann varð oddhvass.

 

3 – Ravaillac handtekinn

Vitni sögðu glæpamanninn ekki einu sinni hafa reynt að flýja eftir ódæðið og fyrir vikið áttu varðmenn konungs ekki í neinu basli með að taka hinn blóði drifna Ravaillac höndum.

 

 

Þá hafði þegar tekist að finna morðingjann, François Ravaillac en varðmenn konungs höfðu náð að taka hann höndum strax eftir morðið. Ástæða hans fyrir morðinu lá fljótlega ljós fyrir: Ravaillac var öfgasinnaður kaþólikki og hafði, líkt og margir trúbræður hans, umhverfst vegna hinnar svonefndu Nantes-tilskipunar.

 

Árið 1598 hafði Hinrik 4. með tilskipun sinni gefið leyfi fyrir því að húgenottar (mótmælendur) fengju að ástunda trú sína að vild í Frakklandi, þar sem flestir aðhylltust engu að síður kaþólska trú.

 

Hinrik hafði sjálfur verið húgenotti áður en hann snerist til kaþólskrar trúar til þess að geta tekið við konungdómi í Frakklandi. Hann var svikari í augum bæði kaþólikka og mótmælenda og tilræðismenn úr röðum beggja hópa höfðu reynt að ráða hann af dögum alls 24 sinnum.

 

„Ég hef ekkert á móti því að deyja. Mér hefur tekist ætlunarverk mitt“.

François Ravaillac, 1610

 

Hinrik hafði sloppið án þess að fá á sig skrámu, að öðru leyti en því að fá eitt sinn skurð í vör, allar götur þar til Ravaillac lét til skarar skríða.

 

Yfirheyrslur yfir Ravaillac leiddu brátt í ljós að um var að ræða heittrúaðan öfgamann sem taldi ekki einvörðungu að konungurinn sem hann myrti hefði svikið málstað réttu trúarinnar, heldur hélt hann enn fremur að Hinrik 4. hygðist myrða páfann og flytja páfastólinn til Parísar.

 

Þegar leitað var á manninum fundust litlir miðar í vösunum á Ravaillac sem á voru skrifaðar trúarlegar særingar.

 

Margir fylgdust með aftökunni

Þegar réttarhöldin gegn honum hófust var Ravaillac undarlega rólegur og virtist sáttur við örlög sín.

 

„Ég hef ekkert á móti því að deyja. Mér hefur tekist ætlunarverk mitt“, lýsti hann yfir.

 

Böðlarnir pyntuðu Ravaillac í hálfa aðra klukkustund áður en þeir endanlega tóku hann af lífi.

 

Morðinginn var dæmdur fyrir landráð og hans beið skelfilegur dauðdagi.

 

Refsingunni var framfylgt hinn 27. maí á aftökutorginu Place de Grève. Pólski aðalsmaðurinn Jakub Sobieski var staddur í París á þessum tíma og sagði aftökuna hafa minnt á leiksýningu:

 

„Mikil mannþröng myndaðist í öllum gluggum og á húsþökum og útlendingar greiddu háar upphæðir fyrir að fá að fylgjast með“.

 

Áhorfendur fylgdust með þegar böðlarnir klipptu hluta af bringu Ravaillacs, svo og búta af handleggjum og fótleggjum hans, með glóheitum töngum. Síðan helltu þeir blöndu af fljótandi vaxi og brennisteini í sárin.

 

Því næst helltu þeir sjóðandi olíu yfir fangann áður en þeir bundu fætur hans og hendur við fjóra hesta sem drógu hann hver í sína áttina og rifu hann þannig í sundur.

 

Áhorfendurnir skáru sér að lokum bita úr líkama látna glæpamannsins. Sobieski kvað einn vina sinna hafa keypt „marga bita af líki Ravaillacs, steikt þá í bræði sinni ásamt eggjum og étið“.

 

Birt: 12.10.2021

 

 

 

Else Christensen

 

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

Lifandi Saga

Hvert var hlutverk Martins Bormanns í nasistaflokknum?

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is