Jörðin

Ofureldstöðin Yellowstone fær afl úr brotinni skorpu

Bergkvikia hitnar og læðir sér upp undir Yellowstone vegna þess að gamalt brot úr jarðskorpufleka ryður frá sér á leið niður í möttulinn.

BIRT: 03/11/2023

Risavaxin eldstöð undir Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum sækir krafta í aðra atburðarás en menn hafa talið.

 

Útreikningar í nýju tölvulíkani þykja benda í þá átt.

 

Fram að þessu hafa menn álitið að hér væri svonefndur „heitur reitur“, kvikurás sem næði allt inn að kjarna jarðar.

 

Þannig háttar t.d. til á Hawaii, en gos úr heitum reit hafa skapað eyjaklasann. Þar eð Kyrrahafsflekinn færist til austurs, hefur hvert stórgos skapað nýja eyju.

 

Heiti reiturinn aldrei fundist

Menn hafa talið að heiti reiturinn undir Yellowstone hafi um milljónir ára færst úr stað á svipaðan hátt, en hins vegar aldrei náð að staðsetja heita reitinn nákvæmlega með jarðskjálftamælingum.

 

Ástæðan skýrist með nýju tölvulíkani jarðfræðinga hjá Illinoisháskóla í BNA: Þarna er enginn heitur reitur. Önnur kenning kemur hins vegar ágætlega heim við niðurstöður jarðskjálftamælinganna.

Nú segja vísindamennirnir orsökina vera gamlan jarðskorpufleka, sem þrýstist undir Norður-Ameríkuflekann fyrir um 200 milljón árum.

 

Þessi gamli fleki – nefndur Farallonflekinn – dregur annan skorpufleka á eftir sér í djúpið, lítinn fleka sem nefnist Juan de Fuca-flekinn.

 

Atburðarásin sogar hraunkviku til austurs og það er sú kvika, sem gæti rutt sér braut upp á milli brota úr Juan de Fuca-flekanum og valdið gríðarmiklu eldgosi.

 

Ofureldstöð er skilgreind þannig að hún geti  gosið meira en 1.000 rúmkílómetrum af gjósku í einu gosi.

 

Síðast sýndi eldstöðin undir Yellowstone tennurnar fyrir 640.000 árum, en þá sprengdi hún af sér toppinn og dreifði 330 rúmkílómetrum af gjósku yfir alla Norður-Ameríku.

 

Kvika safnast undir ofureldstöð

Lítill jarðskorpufleki, kallaður Juan de Fuca, brotnar þegar gamall skorpufleki dregur hann á eftir sér í djúpið. Hraunkvika stígur upp á milli brotanna.

Ofureldstöðin í Yellowstone er enn virk eins og goshverir á svæðinu bera vitni um.

Gamall fleki sekkur í djúpið

Gamall jarðskorpufleki, Farallonflekinn, tók að sveigjast niður undir Norður-Ameríkuflekann fyrir 200 milljón árum.

 

Lítill fleki fylgir og brotnar

Litli Juan de Fuca-flekinn sogast niður og brotnar í minni stykki. Um leið sogast heit kvika til austurs.

 

Bráðin kvika stígur upp

Hraunkvika úr möttlinum kemst á milli brotanna og gæti komst alla leið upp og valdið eldsumbrotum.

 

Kvikuhólf safna efni í stórgos

Hluti kvikunnar safnast í stór kvikuhólf og getur komist upp og valdið ofurgosi.

 

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.