Alheimurinn

Ofurjörð fundin í lífbelti stjörnu

Geimsjónaukinn TESS hefur fundið plánetu á braut um rauða dvergstjörnu í aðeins 137 ljósára fjarlægð héðan.

BIRT: 27/10/2024

Frá því NASA skaut geimsjónaukanum TESS á loft 2018 hefur hann uppgötvað mörg hundruð reikistjörnur í öðrum sólkerfum og mörg þúsund mögulegar reikistjörnur.

 

Sjónaukinn er búinn fjórum ofurnæmum myndavélum sem greina minnstu breytingar á ljósstyrk stjarna en slíkt bendir einmitt til að plánetu beri fyrir stjörnuna.

 

Einmitt þannig hefur TESS nú fundið fjarplánetu tiltölulega nálægt okkur, a.m.k. á stjarnfræðilegan mælikvarða.

 

Með aðstoð TESS hefur stjörnufræðingum hjá NASA sem sé lánast að finna svokallaða ofurjörð í 137 ljósára fjarlægð. Þessi fjarpláneta er sem svarar einni og hálfri jörð í þvermál og hún snýst um rauða dvergstjörnu.

 

Finnst í lífbeltinu

Hugtakið ofurjarðir er notað um plánetur sem eru stærri en jörðin en hins vegar minni en ísrisar á borð við Neptúnus eða Úranus.

 

Fyrstu ofurjarðirnar fundust á tíunda áratugnum og síðan hafa fundist meira en þúsund slíkar.

 

Þessi nýjasta hefur fengið heitið TOI-715 b og er sérstök að því leyti að hún er í lífbeltinu við móðurstjörnuna en í lífbeltinu er hitastigið þannig að þar gæti verið að finna vatn í fljótandi formi.

 

Til að vatn geti verið í fljótandi formi þurfa ýmis skilyrði að vera uppfyllt, t.d. hæfilegt gufuhvolf.

 

Enn sem komið er sýna mælingar þó ekki annað en það að fjarlægð plánetunnar frá stjörnunni kemur heim við að hún sé á þessu lífvænlega svæði.

 

Nær móðustjörnunni

Rauði dvergurinn sem plánetan snýst um er bæði massaminni og svalari en sólin okkar og lífbeltið er því miklu nær móðurstjörnunni en við sólina okkar.

Þegar reikistjarna fer fyrir stjörnu sína minnkar ljósstyrkurinn. Þetta greinir TESS sjónaukinn og þannig getur NASA uppgötvað nýjar fjarplánetur. En TESS er ekki nógu öflugur til að sjá t.a.m. upplýsingar um lofthjúp fjarpláneta.

Þegar fjarplánetur ganga á svo nálægum brautum fara þær hraðar kringum stjörnuna og þess vegna er auðveldara að finna þær þegar TESS-sjónaukinn fylgist með breytingum á ljósstyrk.

 

Árið á ofurjörðinni TOI-715 b er t.d. aðeins 19 dagar en á þeim tíma fer þessi fjarpláneta heilan hring kringum móðurstjörnu sína.

 

Reyndar álíta stjörnufræðingarnir að við stjörnuna TOI-715 gæti verið að finna eina jarðlíka plánetu til viðbótar.

 

Rannsóknin að baki uppgötvuninni birtist í vísindatímaritinu  Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.