Náttúran

Ofurmeginland gæti útrýmt dýralífi jarðar

Aðeins örlítill hluti jarðar verður byggilegur á tímabili sem vísindamenn telja að geti valdið mestum fjöldadauða allt frá dómsdegi risaeðlanna.

BIRT: 25/05/2024

Öfgar í lofthita, öflug geislun og algjört hrun fæðuframboðs.

 

Þetta hljómar ekki beinlínis eins og sölutexti í túristabæklingi en gæti orðið hinn grimmi veruleiki, þegar meginlandsfleka jarðar rekur aftur saman og þeir mynda næsta ofurmeginland – í mjög fjarlægri framtíð.

 

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn hjá Bristolháskóla hafa gert. Þeir notuðu tölvulíkön til að reikna út þær afleiðingar sem sameining alls þurrlendis gæti haft fyrir þau spendýr sem lifa á þurrlendi.

 

Og samkvæmt niðurstöðunum eru horfurnar ekki bjartar.

 

Þess er vænst að þetta nýja ofurmeginland myndist nálægt miðbaug eftir um 250 milljón ár og það hefur fengið nafnið Pangea Ultima sem vísar til ofurmeginlandsins Pangeu sem sameinaði allt þurrlendi á þeim tíma sem eðlur ríktu á jörðinni.

 

Meginlöndin hafa runnið saman í eitt á um 600 milljón ára fresti á síðustu tveimur milljörðum ára og jarðfræðingar nefna þetta ofurmeginlandahringrásina. 

 

Ofurtölva sér fyrir framtíðina

Talið er að ástæðuna sé að finna um miðbik möttuls jarðar, þar sem glóandi heit kvika togar meginlandsflekana til.

 

Við rannsóknina notuðu vísindamennirnir ofurtölvur og þróuð loftslagslíkön til að sjá hvaða áhrif þessar jarðfræðilegu tilfæringar muni hafa á hitastig, vind, regn og loftraka á nýja ofurmeginlandinu.

 

Í ljós kom að það verður verulega heitt í veðri hjá þeim landdýrum sem á þeim tíma verða á ferli á þurrlendinu.

Mikill árekstur skapaði Pangeu

Árekstur meginlandsfleka skapaði ofurmeginlandið Pangeu fyrir um 325 milljónum ára.

Fyrir 325 milljón árum: Meginlönd rekur saman

Næstum allt þurrlendi myndar tvö meginlönd, Euroameríku og Gondwana. Þessir tveir meginlandsflekar rekast saman.

Fyrir 235 milljón árum: Pangea

Allt þurrlendi jarðar myndar nú Pangeu – eftir grísku orðunum pan = allt og gaia = jörð. Hafið Panthalassa er eina úthafið.

Fyrir 140 milljón árum: Heimsálfur myndast

Flekana rekur sundur. Norður-Atlantshaf er mjótt sund en Afríka og Suður-Ameríka eru enn sameinaðar.

Svo víðfeðman landmassa mun nefnilega fyrirsjáanlega skorta þau kælingaráhrif sem nálægð við sjóinn hafa nú. Jafnframt gera vísindamennirnir ráð fyrir að sólin sem þá verður orðin nokkru eldri, muni senda frá sér 2,5% meiri geislun en hún gerir nú.

 

Þetta er þó ekki allt og sumt, því mun meira verður um eldgos sem dæla gríðarlegu magni koltvísýrings út í gufuhvolfið og valda því að umhverfið verður til muna fjandsamlegra og fæðujurtir af skornum skammti.

Myndin sýnir þurrlendi jarðar nú og væntanlegt landslag eftir 250 milljón ár, þegar öll meginlönd verða sameinuð í ofurmeginlandið Pangeu Ultimu.

Vísindamennirnir telja að einungis 8-16% þurrlendisins verði byggileg spendýrum og hitastig geti á stórum svæðum farið upp í 40-70 gráður.

 

Þetta segja þeir geta orðið dauðadóm yfir langflestum spendýrum sem hafa annars m.a. þróað svitakirtla til að laga sig að hita.

 

Hæfnin til að losa líkamann við umframhita getur lent í alvarlegri hættu þegar lofthiti verður langtímum saman yfir 40 gráður í lágum loftraka eða 35 gráður í miklum loftraka.

 

„Mannfólkið – ásamt mörgum öðrum tegundum – verður í útrýmingarhættu vegna skorts á hæfni til að losa hitann með því að svitna og kæla þannig líkamann,“ segir aðalhöfundur niðurstöðuskýrslunnar, Alexander Farnsworth.

 

Vísindamennirnir undirstrika þó að við megum ekki gera lítið úr núverandi loftslagskrísu í samanburðinum.

 

„Við sjáum vissulega fyrir okkur óbyggilegan hnött eftir 250 milljón ár en við erum nú þegar að upplifa öfgakenndar hitabylgjur sem eru skaðlegar heilbrigði manna. Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að ná kolefnishlutleysi svo fljótt sem framast er unnt,“ segir Eunice Lo sem einnig tók þátt í rannsókninni.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock, Claus Lunau

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.