Hátalarar sem innbyggðir eru í fartölvur eru ekki þekktir fyrir nein afburða hljómgæði. Þeir eiga til að suða og það sem margir vilja kalla „almennilega bassatóna“ vantar alveg. Þetta á nú að breytast með ofursmáum USB-tengdum hátalara frá Altec Lansing.
Hátalarinn kallast „Orbit“, hljómgæðin koma mjög á óvart og smæðin er ótrúleg. Straumurinn kemur úr fartölvunni og hljóðið er sent út í 360 gráður.
Ekki þarf heldur að hafa áhyggjur af veseni með kapalinn, því hann dregst inn í hátalarann. Þar með er allt til reiðu fyrir partý – að vísu lítið partý – í garðinum, eða t.d. að horfa á bíómynd í rúminu. Þú getur líka skoðað skyggnukynningu og látið hljóðið fylgja með. Á hinn bóginn er óþarfi að óttast að þú valdir nágrönnunum ónæði.