Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Vísindamenn hafa skapað níðsterkt silki sem með seiglu og sveigjanleika gæti orðið valkostur við gerviefni á borð við pólýester og nælon.

BIRT: 26/04/2024

Menn hafa ræktað silkiorma í mörg þúsund ár og vafið utan af þeim þræðina til að nota í klæði.

 

Silkið er hins vegar ekki sterkt.

 

Vandamálið snýst við þegar köngulær eru annars vegar.

 

Spuni þeirra er gríðarsterkur. Hins vegar er unnt að hafa silkiorma hangandi hundruðum saman í litlu rými en ef reynt væri að setja 100 köngulær í sama rými upphæfist blóðugur bardagi þar til ekki stæðu eftir nema ein eða tvær.

 

Kínverskum vísindamönnum hefur tekist að sameina kostina með genagræðslu silkiorma sem nú geta spunnið eins konar köngulóasilki sem er þolnara en kevlar, efnið sem notað er í skotheld vesti.

 

Vísindamennirnir græddu köngulóagen í silkiormana með þeim árangri að þeir tóku að spinna köngulóasilki.

Þennan níðsterka og sveiganlega þráð spunnu genagræddir silkiormar

„Trefjar silkiormanna reyndust hafa mikinn styrk – og þá er átt við hve mikið álag efni þolir án þess að aflagast – og jafnframt mikla seiglu – varðandi getu efnis til að draga í sig orku án þess að bresta,“ segir Junpeng Mi sem rannsakar líftækni við Donghua-háskóla og er aðalhöfundur niðurstöðuskýrslunnar.

 

Vísindamennirnir eru sannfærðir um að unnt verði að framleiða efnið í miklu magni.

Bjöllur geta ýtt 1.141-faldri þyngd sinni, söngtifur stökkva 116-falda líkamslengd sína og getnaðarlimur skordýrs framleiðir meiri hávaða en mótorhjól. 

Þeir leggja áherslu á hæfni efnisins til að koma í stað gerviefna á borð við pólýester og nælon sem er mikið notað í klæðnað.

 

„Nýju trefjarnar hafa góða eiginleika á mörgum sviðum og má m.a. nota í efni fyrir hernað, geimferðir, lífefnalækningatækni og í textíliðnaði,“ segir Junpeng Mi.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock,© Junpeng Mi

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.