Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Hópur bandarískra nemenda getur nú kallað sig heimsmetshafa. Heimasmíðuð geimeldflaug þeirra hefur slegið nokkur 20 ára gömul met í geimferðum áhugamanna.

BIRT: 17/12/2024

Hópur bandarískra háskólanema hefur ekki bara leyst skólaverkefni.

 

Þeir leystu það með því að smíða geimeldflaug svo vel að þeir eiga nú nokkur heimsmet.

 

Í lok október skutu þeir Aftershock II eldflauginni út í geim frá stað í Black Rock eyðimörkinni í Nevada fylki í Bandaríkjunum.

 

Eldflaugin var afrakstur teymis nemenda sem vann saman að því að smíða heimatilbúna eldflaug sem væri nægjanlega aflmikil til að ferðast út úr lofthjúpi jarðar.

 

Aftershock II kláraði sig af því á aðeins 85 sekúndum.

 

Öðrum 92 sekúndum síðar náði eldflaugin hæsta punkti, þar sem nefið skildi sig frá restinni af flauginni og fallhlíf tryggði örugga heimkomu til jarðar.

 

Hápunkturinn var í rúmlega 143 km hæð yfir sjávarmáli. Það er mesta hæð sem eldflaug sem ekki er byggð og rekin af stjórnvöldum eða viðskiptafyrirtæki hefur nokkurn tíma náð, að því er segir í fréttatilkynningu frá háskólanum í Suður-Kaliforníu.

Nýju heimsmethafarnir eru teymi grunnnema við háskólannn í Suður-Kaliforníu sem smíðaði eldflaugina sem skólaverkefni.

Hraðar og hærra en nokkru sinni fyrr

Í jómfrúarferð sinni náði Aftershock II hámarkshraða upp á um 5.800 km/klst. sem er örlítið meiri hraði en fyrri heimsmethafi náði – heimasmíðuð eldflaug sem heitir GoFast sem var skotið á loft árið 2004 af hópi sem kallast Civilian Space Exploration Team.

 

Þetta 20 ára gamla heimsmet hefur nú verið slegið af Aftershock II, ásamt metum fyrir hámarkshæð og hversu hratt farið komst þangað.

 

Fjögurra metra há eldflaugin sem vó 150 kg, rauf hljóðmúrinn aðeins tveimur sekúndum eftir að henni var skotið á loft og náði hámarkshraða eftir 19 sekúndur.

Heimagerð eldflaug hefur slegið að minnsta kosti þrjú met í geimflugi áhugamanna.

Einn hinna ungu heimsmethafa, vélaverkfræðineminn Ryan Kraemer, segir í fréttatilkynningunni að mikið af velgengni Aftershock II megi rekja til endurbættra efna sem nemendur hafa notað.

 

Þeir höfðu meðal annars málað eldflaugina með hitaþolinni málningu og notað títan í ugga hennar, þar sem fyrri gerðir notuðu venjuleg koltrefjaefni.

 

Endurbæturnar „virkuðu fullkomlega,“ að sögn Kraemer og „gerði flauginni kleift að snúa aftur að mestu óskemmdri“.

HÖFUNDUR: Søren Steensig

© USC Viterbi School of Engineering,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

Lifandi Saga

Auschwitz: Úr lestinni í gasklefana

Maðurinn

Hvers vegna þolir sumt fólk ekki glúten?

Náttúran

Ósongat yfir suðurpólnum hélt veðurfræðingum í spennu

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Heilsa

Hafið auga með snemmbærum krabbameinseinkennum

Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.