Lifandi Saga

Hver var Spring-heeled Jack?

Allir þekktu Spring-heeled Jack í London á 19. öld. Fyrst sem ógnvekjandi veru og svo sem dularfullri hetju.

BIRT: 21/05/2023

Skoppuskratti (Spring-heeled Jack) var alræmd persóna í Englandi á 19. öld.

 

Eftir honum var fyrst tekið árið 1837, þegar maður nokkur í London sá dularfullan mann sem líktist einna helst kölska, stökkva yfir háan kirkjugarðsvegg.

 

Nokkrum mánuðum síðar sagðist ung vinnukona hafa orðið fyrir líkamsárás í dimmu sundi og lýsti árásarmanninum líkt og fyrrgreindum manni. Hann hafði þó lagt á flótta þegar hún byrjaði að öskra.

 

Á komandi árum birtist Spring-heeled Jack í mýmörgum sögum, fyrst í London og síðar hingað og þangað á Bretlandseyjum, þar sem hann kom fólki að óvörum og skaut því skelk í bringu áður en hann stökk í burtu, skellihlæjandi líkt og kölski.

 

Skoppuskratti öðlaðist svo mikla frægð að hann var notaður sem aðalpersóna í mörgum skáldsögum, svo og leikritum. Framan af var hann iðulega látinn vera hættulegur og ógnvekjandi en þegar frá leið breyttist persóna hans og farið var að lýsa honum sem laumulegri hetju sem verndaði þá sem minna máttu sín og refsaði illmennum í skjóli nætur, svolítið í anda við Leðurblökumann Viktoríutímabilsins.

 

Hver var Spring-heeled Jack?

Þegar Bretar höfðu sýnt Skoppuskratta ómældan áhuga í ein sjötíu ár hvarf hann í upphafi 20. aldarinnar jafnskyndilega af sjónarsviðinu og hann upprunalega hafði birst á því.

 

Allar götur síðan hafa hinir ýmsu fræðimenn kappkostað við að útskýra tilurð fyrirbærisins.

 

Flestir nú á dögum eru sammála um að Skoppuskratti hafi orðið til vegna múgæsingar sem átti rætur að rekja til sögusagna, hjátrúar og, ekki hvað síst, dagblaða sem þráðu eitthvað bitastætt að skrifa um.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is