John Deason og Richard Oates héldu í fyrstu þetta vera stóran stein þegar þeir í febrúar 1869 duttu í lukkupottinn í Moliagul í Ástralíu. Þeir vissu þó skjótt að hann var heillar formúu virði, en reyndar ekki að hann væri stærstur í heimi.
Hann hlaut nafnið Welcome Stranger og vóg heil 72,02 kg af hreinu gulli. Það met stendur enn. Gullið færði þeim 9.583 pund sem þóttu heil auðæfi á þeim tíma.