Starfsfólk grasagarðsins í Lyon gerði nýlega merkilega uppgötvun. Þegar starfsmenn litu niður í blóm kjötætuplöntunnar Nepenthes trunctata, blasti við þeim hálfmelt mús.
Samkvæmt fræðibókum er einmitt þessi tegund reyndar fær um að melta lítil spendýr og fugla. Í blómum hennar er nefnilega að finna sýrur og ensím sem geta leyst upp lítil dýr. Dýraát plöntunnar hefur þó ekki áður fengist staðfest. En nú hefur hún sem sagt verið staðin að verki.
Vísindamenn varpa ljósi á taugakerfi plantna
Þær ræða saman, bera kennsl á ættingja og muna hitt og þetta. Plöntur eru útbúnar þróuðum skynfærum og nýleg rannsókn leiddi í ljós að þessir grænu snillingar nota sams konar boðskipti og spendýr til að koma upp um árásir og skemmdir.