Líffræði
Starfsfólk grasagarðsins í Lyon gerði nýlega merkilega uppgötvun. Þegar starfsmenn litu niður í blóm kjötætuplöntunnar Nepenthes trunctata, blasti við þeim hálfmelt mús. Samkvæmt fræðibókum er einmitt þessi tegund reyndar fær um að melta lítil spendýr og fugla. Í blómum hennar er nefnilega að finna sýrur og ensím sem geta leyst upp lítil dýr. Dýraát plöntunnar hefur þó ekki áður fengist staðfest. En nú hefur hún sem sagt verið staðin að verki.