Með nýrri tækni er nú unnt að láta líta svo út sem hlutir svífi fyrir framan skjáinn og notandinn getur stýrt þeim með því að hreyfa lófa og fingur. Kerfið kallast iPoint 3D og notar tvær tökuvélar að greina hreyfingar notandans. Tæknin er þróuð hjá Fraunhofer-stofnuninni og er m.a. ætluð fyrir tölvuleiki og til notkunar á sjúkrahúsum.