Fleiri þúsund brotin mannabein og höfuðkúpur, sem fundist hafa við þorpið Herxheim í Suður-Þýskalandi, segja grimmúðlega sögu. Fyrir um 7.000 árum var a.m.k. 500 manns slátrað hér, líkin hlutuð sundur og étin. Þetta segir franski mannfræðingurinn Bruno Boulestin, sem álítur að ástæðan hafi verið mikil félagsleg og pólitísk kreppa sem þá hafi ríkt í Evrópu.