Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Afar torræðir og dularfullir hringar hafa valdið stjörnufræðingum miklum heilabrotum alveg frá því að þeir uppgötvuðust fyrst. Nú stinga bandarískir vísindamenn upp á svarmöguleika.

BIRT: 02/10/2024

Árið 2019 varð sjaldgæfur atburður í heimi stjörnufræðinnar.

 

Gegnum alls 36 samstillta útvarpssjónauka í Ástralíu sást langt úti í geimnum nokkuð sem aldrei hafði sést fyrr:

 

Gríðarstórir útvarpsbylgjuhringar sem í útliti minntu helst á drauga. Svo stórir voru þeir að í miðju þeirra gátu verið heilar stjörnuþokur.

 

Hvað er nú þetta? Þessi spurning bergmálaði fram og aftur meðal stjörnufræðinga heimsins og sumir gengu svo langt að merkja myndir sínar „WTF?“

 

Hópur vísindamanna sem stýrt er frá Kaliforníuháskóla í San Diego býður nú mögulegt svar.

 

Greiningar þeirra sýna að þessir risavöxnu draugahringar gætu hafa skapast fyrir tilverknað glóheitra gasvinda sem blása út frá miðjum stjörnuþokum.

 

Bandarísku vísindamennirnir segja þó ekki um alveg venjulegar stjörnuþokur að ræða.

 

Gríðarleg stjörnuframleiðsla

Þeir telja að uppruna þessara furðulegu hringa kunni að mega rekja til stjörnuþokna sem gengið hafi í gegnum gríðarmikla og öra stjörnumyndun, þar sem stórar stjörnur fæðast og springa tiltölulega snemma fyrir eigin þunga og af gríðarmiklum krafti.

 

„Þessar stjörnuþokur eru afar athyglisverðar,“ segir Alison Coil sem stýrt hefur rannsókninni, í fréttatilkynningu.

 

„Þær myndast þegar tvær stjörnuþokur rekast saman. Samruninn þrýstir öllu gasi inn á lítið svæði og það veldur gríðarlega tíðri nýmyndun stjarna. Risastjörnur brenna hratt upp og þegar þær springa þeyta þær frá sér öflugum gasvindum,“ útskýrir hún.

 

Alison Coil og félagar hennar höfðu verið að rannsaka stjörnuþokur þar sem sprengistjörnur springa af miklu afli og fóru í því samhengi að velta fyrir sér hvort tengsl gætu verið milli slíkra sprenginga og draugahringanna.

 

Þau tóku að skoða nánar þetta fyrirbrigði sem nú kallast ORC (Odd Radio Circles), einkum hringinn OCR 4 sem sést frá norðurhveli.

 

Fram að því hafði hinn dularfulli hringur aðeins sést í útvarpssjónaukum.

 

Því fengu stjörnufræðingarnir sér til aðstoðar tvo stjörnusjónauka á Hawaii, sem sýndu gríðarlegt magn af heitu, þjöppuðu gasi sem virtist koma frá miklum fjölda sex milljarða ára gamalla stjarna.

Hringarnir, þessi nefndur ORC 1, teygja sig yfir mörg hundruð þúsunda ljósára svæði í geimnum.

Tölvuhermar sýndu vísindamönnunum að gríðarleg stjörnumyndun gæti hafa skapað hinar undarlegu geimbólur sem hafa vakið furðu stjörnufræðinga frá því þær fundust.

 

Nú vonast vísindamenn frá háskólanum í San Dieggo í Kaliforníu að uppgötvun þeirra geti hjálpað okkur að skilja alheiminn og þróun hans betur.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Nature.

© Jayanne English / University of Manitoba

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.