Líffræði
Þetta nagdýr er á stærð við íkorna og því var fyrst lýst vísindalega árið 2005, en sú lýsing var gerð á grundvelli steingervinga og vísindamenn töldu yfirleitt að þessi rottutegund hefði dáið út fyrir um 11 milljón árum. Áður hefur verið farið í leiðangra um Suðaustur-Asíu til að ganga úr skugga um hvort þetta dýr væri í rauninni útdautt, eða bara svona óhemju sjaldgæft.
En Redfield er fyrsti vísindamaðurinn sem tekst að finna lifandi eintak. Heitið “klapparotta” er dregið af því að dýrið hefst við í sandsteinsklöppum í Laos og nú vonast menn til að þessi uppgötvun geti orðið til þess að bjarga tegundinni frá útrýmingu.