Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Heilbrigt mataræði skiptir miklu máli til að berjast gegn sykursýki. Nú sýna gögn tæpra tveggja milljón einstaklinga að við ættum að draga úr neyslu á vinsælli matartegund.

BIRT: 25/08/2024

1 milljarður árið 2050.

 

Þetta er spá fyrir fjölda sykursjúkra af tegund 2 á heimsvísu á næstu tveimur áratugum.

 

Þ.e.a.s. ef fólk um heim allan fer ekki að léttast, hreyfa sig meira og síðast en ekki síst: borða hollara.

 

Það er heildarsamsetning mataræðis þíns sem hefur áhrif á hættuna á sykursýki af tegund 2, en leiðandi vísindamenn í rannsóknum á sykursýki fullyrða nú að vinsæl matartegund geti aukið hættuna verulega.

 

Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn Cambridge-háskólans sem náði til tæplega tveggja milljóna manna í 20 löndum.

 

50 grömm eykur áhættuna um 15 prósent.

Hinir bresku vísindamenn byrjuðu á því að rannsaka gífurlegt magn gagna um sykursýkistilfelli.

 

Gögnin tóku mið af erfðum einstaklingsins og almennum lífsstíl, þar með talið daglegu mataræði.

 

Vísindamennirnir einbeittu sér af því að bera kennsl á matvæli sem auka hættuna á sykursýki með beinum hætti.

 

Þeir komust að því að þeir sem borðuðu 50 grömm af unnu kjöti á hverjum degi – ígildi tveggja skinkusneiða – voru í 15 prósent meiri hættu á að þróa með sér sykursýki af tegund 2 innan 10 ára.

 

Þeir sem neyttu 100 grömm af óunnu rauðu kjöti – eins og lítilli steik  voru í 10 prósent aukinni hættu.

Sykursköddun æða hefur alvarlegar afleiðingar

Sykursýkisjúklingar eiga erfitt með að halda blóðsykri og fituefnum í blóði neðan marka. Með tímanum leiðir til æðasköddunar og hættu á fylgikvillum. Þetta styttir ævilengdina oft um 10-20 ár.

Sjónin skerðist eða hverfur

Fíngerðar háræðar í nethimnu augans geta skaddast þannig að frumur í æðaveggjum deyi. Þá leka rauð blóðkorn og plasmi út í nethimnuna sem skemmist. Þetta leiðir af sér svarta bletti í sjónsviðinu.

Blóðtappar ógna hjarta og heila

Sykursýkisjúklingar eiga tvö- til fjórfalt fremur á hættu að fá blóðtappa í hjarta eða heila. Veggir fíngerðra æða þykkna og stífna og æðarnar glata víkkunarhæfninni. Sykrur og fituefni þrengja æðarnar.

Nýrun skaddast eða gefa sig

20-40% sykursýkisjúklinga fá nýrnaskaða sem getur leitt til nýrnabilunar. Mikill blóðsykur hefur áhrif á nýrun og sykrur og prótín streyma út í þvagið. Nýrun veiklast og geta í versta falli gefið sig.

Fætur þarf að taka af

Um sjöundi hver sykursýkisjúklingur fær varanleg sár á fætur og í 25% tilvika þarf að taka fótinn af. Æðar sem sjá fyrir súrefni þrengjast. Taugarnar greina því ekki sársauka og þegar sár myndast gróa þau ekki.

Sykursköddun æða hefur alvarlegar afleiðingar

Sykursýkisjúklingar eiga erfitt með að halda blóðsykri og fituefnum í blóði neðan marka. Með tímanum leiðir til æðasköddunar og hættu á fylgikvillum. Þetta styttir ævilengdina oft um 10-20 ár.

Sjónin skerðist eða hverfur

Fíngerðar háræðar í nethimnu augans geta skaddast þannig að frumur í æðaveggjum deyi. Þá leka rauð blóðkorn og plasmi út í nethimnuna sem skemmist. Þetta leiðir af sér svarta bletti í sjónsviðinu.

Blóðtappar ógna hjarta og heila

Sykursýkisjúklingar eiga tvö- til fjórfalt fremur á hættu að fá blóðtappa í hjarta eða heila. Veggir fíngerðra æða þykkna og stífna og æðarnar glata víkkunarhæfninni. Sykrur og fituefni þrengja æðarnar.

Nýrun skaddast eða gefa sig

20-40% sykursýkisjúklinga fá nýrnaskaða sem getur leitt til nýrnabilunar. Mikill blóðsykur hefur áhrif á nýrun og sykrur og prótín streyma út í þvagið. Nýrun veiklast og geta í versta falli gefið sig.

Fætur þarf að taka af

Um sjöundi hver sykursýkisjúklingur fær varanleg sár á fætur og í 25% tilvika þarf að taka fótinn af. Æðar sem sjá fyrir súrefni þrengjast. Taugarnar greina því ekki sársauka og þegar sár myndast gróa þau ekki.

Ef marka má niðurstöðurnar virðast bæði unnið og óunnið kjöt ógna heilsu manna í meira mæli en hingað til var haldið.

 

„Þetta er sterkasta sönnunun til þessa um tengsl milli unnins kjöts og óunnins rauðs kjöts og aukinnar hættu á að fá sykursýki af tegund 2,“ sagði Nita Forouhi, prófessor í lýðheilsu við Cambridge-háskólann, í fréttatilkynningu.

 

Út frá rannsóknum sínum leggja vísindamennirnir áherslu á að draga þurfi úr neyslu á bæði unnu kjöti og óunnu rauðu kjöti í því skyni að fækka tilfellum um allan heim.

 

Hin nýja rannsókn byggir á fyrri rannsóknum sem tengja dýraafurðir við sjúkdóminn.

 

Vísindamenn að baki rannsóknar frá því október árið 2023 komust að því að tveir skammtar af rauðu kjöti á viku gætu aukið verulega hættuna á sykursýki af tegund 2.

Ráðleggingar um mataræði

Hér geturðu lesið um ráðleggingar Landspítalans um mataræði fyrir fólk með sykursýki af tegund 2.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is