Á eyjunni Borneo hafa líffræðingar uppgötvað áður óþekktan 4 sm langan bertálkna. Snigillinn fannst í fjallaskógi í 1.900 m hæð og er með óvenjulega langan halalíkan afturenda.
Í hvíld vefur hann halanum um sig eins og sofandi köttur. Og við mökun skýtur hann litlum örvum af kalsíumkarpónati inn í magann. Þar leysir efnið hormón úr læðingi sem líklega eykur líkur á frjóvgun.