Náttúran

Sjávarormur með risaaugu og undarlega tjáningu

Sérkennilegur ormur í Miðjarðarhafi hefur afar þroskaða sjón sem kynni að geta skorið úr gömlu þrætuepli vísindamanna um uppruna sjónarinnar.

BIRT: 03/12/2024

Kringum ítölsku eyjuna Ponza í Miðjarðarhafi lifir smávaxin ormategund. Ormurinn lætur lítið yfir sér, búkurinn er gagnsær en á höfðinu eru tvö risastór, rauð augu.

 

Nú hefur hópur vísindamanna hjá háskólunum í Lundi og Kaupmannahöfn rannsakað þennan orm og komist að því hvers vegna augun eru svona stór.

 

Augun eru um tuttuguföld þyngd höfuðsins. Sjón ormsins er því margfalt betri en annarra skyldra tegunda. Sjónina notar hann til að greina smæstu atriði á hafsbotni og fylgjast með hreyfingum.

 

„Þetta er afar áhugavert, því þessi hæfni er yfirleitt einskorðuð við okkur hryggdýrin, reyndar ásamt liðdýrum og kolkröbbum,“ segir Anders Garm hjá Kaupmannahafnarháskóla í fréttatilkynningu.

 

„Þetta er í fyrsta sinn sem svo þróuð og nákvæm sjón hefur verið staðfest utan þessara hópa. […] Sjón ormsins er ámóta góð og hjá músum og rottum, jafnvel þótt þetta sé tiltölulega einföld lífvera með sáralítinn heila.“

Þessi litli sjávarormur er með augu sem til samans eru 20 sinnum þyngri en afgangurinn af höfðinu.

Helsta ástæðan fyrir undrun vísindamannanna er sú að svo góð sjón ætti að vera háð góðri birtu en ormurinn er þvert á móti á ferli á nóttunni.

 

Búkurinn er þar á ofan gagnsær en augun fara hins vegar ekki fram hjá ránfiskum sem eru stærri vexti. Vísindamennirnir telja þess vegna að kostirnir við góða sjón hljóti að vega þyngra en gallinn við svo áberandi augu.

 

Sér hugsanlega útfjólublátt ljós

Vísindamennirnir aðhyllast þá kenningu að þessi augu greini annars konar ljós en t.d. mannsaugu, nánar tiltekið útfjólublátt ljós. Sé það rétt getur ormurinn greint svokölluð lífræn ljósboð.

 

Til viðbótar álíta vísindamennirnir að ormurinn sjálfur sé sjálflýsandi og noti ljósið til boðskipta við aðra orma af sömu tegund.

 

Hefðbundið sýnilegt ljós, t.d. blátt eða grænt myndi laða að sér ránfiska en útfjólublátt ljós gerir orminn ósýnilegan öllum nema öðrum af sömu tegund.

 

Háþróuð augu

Nánari rannsóknir þarf nú til að undirbyggja kenninguna og reynist hún rétt, getur það skorið úr gömlum þrætum um þróunina.

 

Sem sé hvort augu hafi aðeins þróast einu sinni í þróunarsögu dýranna eða hvort það hafi þvert á móti gerst oftar.

 

Augu ormsins teljast vera háþróuð en sú þróun hefur aðeins tekið milljónir ára sem er afar stuttur tími á jarðsögulegan mælikvarða. Það bendir til að augun hafi þróast óháð augum annarra tegunda.

 

Í samvinnu við Suðurdanska háskólann eru vísindamennirnir nú að athuga hvort uppgötvunin geti nýst í tækni framtíðarinnar.

 

Heili ormsins er nefnilega fremur einfaldur að gerð en engu að síður fær um að vinna úr upplýsingum frá augunum.

 

Þetta segir Anders Garm til vitnis um að þessi smái heili hafi þróað úrvinnsluaðgerðir sem gætu komið að notum á tæknisviðinu.

 

Niðurstöður vísindamannanna birtist í vísindatímaritinu Current Biology.

HÖFUNDUR: Søren Rosenberg Pedersen

© Michael Bok

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.