Tækni

Skákmenn geta nú notað ritsímann

London, 1845: Í gær hófst nýr tími í sögu bréfskákarinnar. Hrifnir áhorfendur sáu þessa uppfinningu opna skáklistinni nýja möguleika.

BIRT: 04/11/2014

Í gær safnaðist múgur og margmenni á Vauxhall-brautarstöðinni í London. Allt þetta fólk var saman komið til að verða vitni að stórfenglegum tímamótum og horfa á skák teflda um ritsíma.

 

Fólk hópaðist saman við taflborð framan við ritsímastöðina, en frá henni sendu bestu skákmeistarar landsins leikina á Morse-kóða til Gosport í 130 km fjarlægð.

 

Margir þekktir Bretar voru í skákliðinu í London en skákmeistarinn Howard Staunton var meðal andstæðinganna við hinn enda ritsímalínunnar. Það ríkti mikil spenna þennan vordag.

 

Allar efasemdir voru þurrkaðar út áður en sjálf skákin hófst, þegar einn áhorfenda lét senda skeyti til vinar síns sem ætlaði að fylgjast með í Gosport. Áhorfandinn spurði hvort vinurinn kæmist í mat í London fyrir kvöldið. „Já, klukkan 5.“ Þannig hljómaði svarið sem skömmu síðar tikkaði úr ritsímatækinu á Vauxhall-stöðinni.

 

Þetta reyndist þó ekki raunhæft, því skákin varð löng og leikur eftir leik barst um ritsímalínuna fram og til baka. Eftir sjö og hálfan tíma endaði skákin með jafntefli, sem olli bæði þátttakendum og áhorfendum nokkrum vonbrigðum.

 

Engu að síður hrifust menn mjög af þessum tímamótaviðburði, sem í einni svipan hefur breytt heiminum og ritsíminn hefur stytt tímann frá hugsun til aðgerðar svo um munar.
Fjarskák er út af fyrir sig ekki nýtt fyrirbrigði. Öldum saman hafa hástéttarmenn teflt bréfskák – t.d. tefldi Hinrik 1. Bretakonungur þannig við Lúðvík 6. Frakkakonung þegar á 12. öld.

 

En vegna þess hve bréf voru lengi að berast gátu liðið mörg ár áður en skákinni lauk. Með ritsímanum er því runninn upp nýr tími í sögu fjarskákarinnar.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.