Almennt
Elísa Guðrún ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis en við munum að sjálfsögðu senda tölvupóst til að kynna nákvæmlega áskriftina.
Varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur verslunarinnar á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Ef ágreiningur rís á milli aðila er hægt að leita til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, www.kvth.is, Borgartúni 29, Reykjavík eða reka mál fyrir dómstólum.
Verð og áskriftir
Vinsamlegast athugið að verð getur breyst. En við munum að sjálfsögðu láta vita um verðbreytingar með mánaðarfyrirvara að lágmarki. Þú getur sagt upp áskriftinni ef þér hugnast ekki hækkunin.
Við upphaf hvers áskriftartímabils (fyrsta tölublaðs áskriftartímabilsins) sendum við reikning og kröfu í bankann.
Uppsögn áskriftar er hægt að tilkynna með því að hringja í okkur í síma 570-8300, á vefnum visindi.is eða senda okkur tölvupóst á lifandi@visindi.is , og tekur hún gildi frá og með næstu mánaðamótum frá móttöku.
Stofnun prentáskriftar miðast við afhendingu nýjasta tölublaðs.
Áskriftartímabilið er þrjú tölublöð og endurnýjast áskriftin sjálfkrafa eftir hvert áskriftartímabil. Lifandi vísindi/Lifandi saga kemur út 14-15 sinnum á ári.
Verð áskriftarleiða geta breyst en verð eru ekki afturvirk á virkum áskriftarleiðum. Við munum að sjálfsögðu láta vita um verðbreytingar með mánaðarfyrirvara að lágmarki og þú hefur fullan rétt á að segja upp áskriftinni án aukakostnaðar ef þér hugnast ekki hækkun áskriftargjalda.
Ef þér líkar ekki við áskrift að tímaritinu þegar þú færð fyrsta tölublað upphafstímabilsins getur þú endursent það til okkar innan 14 daga eftir að þú fékkst tímaritið í hendurna án nokkurs kostnaðar fyrir þig.
Þú þarft bara að senda okkur tölvupóst á lifandi@visindi.is innan 14 daga og láta okkur vita að þú viljir hætta.
Ef þú færð sent gallað eintak af tímaritinu okkar – sendu okkur þá strax tölvupóst eða hringdu í síma 570-8300 á milli klukkan 9-12 alla virka daga og við sendum nýtt eintak til þín. Eins ef eitthvað vesen er með aðgang þinn að vefnum okkar visindi.is.
Vefáskrift
Þú færð fullan aðgang að vefnum okkar visindi.is auk þess að geta lesið tímaritið í rafrænni útgáfu.
Þú skuldbindur þig aðeins í einn mánuð í senn og getur sagt upp hvenær sem er þér að kostnaðarlausu.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. Sendingarkostnaður á tímaritinu er innifalin í áskriftargjaldinu.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Fyrirtækið
Elísa Guðrún ehf
550997-2159
Klapparstígur 25, 101 Reykjavík
Sími: 570-8300
Netfang: lifandi@visindi.is
Elísa Guðrún ehf
Klapparstígur 25
101 Reykjavík
Sími: 570-8300
Opnunartími: 9 – 12 alla virka daga
lifandi@visindi.is
Hægt er að gerast áskrifandi að vefnum hér.
Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu hér.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum með því að smella hér.
Þú getur sagt upp vefáskriftinni þinni hvenær sem er inni á þínum síðum
Ef erindið er að segja upp blaða áskrift þarf að senda póst á lifandi@visindi.is
Prófaðu í 14 daga ókeypis!
Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.
Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.