Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Vísindamenn hafa í áraraðir fylgst með afar sérkennilegri hegðun þeirrar afrísku kjötætu sem er í hvað mestri útrýmingarhættu.

BIRT: 17/12/2024

Úlfar eru stærsta tegundin innan hundaættarinnar sem lifir villt.

 

Dýrin veiða bæði ein og sér, svo og í hópum og geta með því móti bæði lagt að velli kanínur og elgi, svo og margar dýrategundir þar á milli.

 

Fræðimenn frá háskólanum i Oxford hafa hins vegar jafnframt veitt því athygli að úlfar þessir gæða sér einnig á allt annarri fæðutegund í Eþíópíu.

 

Í rannsókn einni sem birtist í tímaritinu Ecology greina vísindamennirnir nefnilega frá því að þeir hafi séð úlfa leggja sér til munns hunangslög úr blómum.

 

Ef marka má vísindamennina er þetta í fyrsta sinn sem stórar kjötætur hafa sést gera þetta.

 

Þekkt meðal minni spendýra

Þó svo að við vitum sennilega flest að býflugur, skordýr og fuglar nærast á og bera blómasafa frá einu blómi til annars þá eru sannarlega einnig til ýmsar aðrar tegundir sem nærast á þessum sæta safa blómanna.

 

Raunar er þá um að ræða lítil spendýr í líkingu við nagdýr og pokadýr sem með þessu móti geta dreift og frjóvgað aðrar plöntur með frjókornadufti.

 

Þegar vísindamennirnir frá Oxford háskóla urðu vitni að því að úlfarnir sleiktu hávaxna, fjölæra skrautjurt sem á latínu nefnist Kniphofia foliosa, glöddust þeir meira en lítið.

 

Fræðimennirnir hafa síðan veitt því athygli að atferli þetta er algengt meðal þessara úlfa.

Sjáðu myndirnar

Abyssiníu-úlfurinn lifir í Eþíópíu í austanverðri Afríku. Þar hafa vísindamenn fylgst með úlfunum sleikja jurtina Kniphofia foliosa í áraraðir.

Abyssiníu-úlfurinn er í hópi afar fárra spendýra sem leggja sér til munns blómahunang.

 

Getur skipt sköpum fyrir vistkerfið

Auk þess að veita þessu atferli athygli hafa fræðimennirnir jafnframt komist að raun um að úlfarnir eru með heilmikið bómahunang á trýninu eftir að hafa sleikt blómin.

 

Hópurinn dró fyrir vikið þá ályktun að dýrin kynnu að hafa meiri áhrif á vistkerfið í Eþíópíu en áður var talið og jafnvel stuðlað að því að frjóvga aðrar jurtir.

Úlfategund þessi sem hefur verið kölluð Abyssiníu-úlfur á íslensku (einnig kallaður Eþíópíuúlfur), lifir í austanverðri Afríku. Vísindamenn hafa fylgst með dýrinu í þjóðgarðinum Bale Mountains.

Rannsóknir hafa sýnt vísindamönnunum að samspilið milli dýra og plantna í suðurhluta Eþíópíu er flóknara en áður talið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fræðimannanna.

 

Vísindamennirnir hafa að sama skapi öðlast meiri vitneskju um þessa tegund sem er sú hundategund sem er í hvað mestri útrýmingarhættu en talið er að einungis um 500 dýr séu eftir.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Adrien Lesaffre

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.