Líffræðingar hafa uppgötvað áður óþekkta tækni hjá sæslöngunni Hydrophis pachycercos. Slangan narrar óvini sína með því að láta líta svo út sem hún hafi haus á báðum endum. Litur á halanum líkist höfðinu og þegar halinn er hreyfður á sama hátt er blekkingin þar með fullkomnuð. Og, jú, hausinn er á neðri endanum hér á myndinni.