Líffræði
Hópur sjávarlíffræðinga frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu hefur nú uppgötvað neðansjávarfjall á Macquarie-hryggnum suður af Nýja-Sjálandi.
Þarna er nánast eingöngu að finna svonefndar slöngustjörnur sem eru náskyldar krossfiskum.
Dýrin skipta milljónum á þessu litla svæði.
Það er óvenjulegt að finna svo mikið af slöngustjörnum á neðansjávarfjöllum þar sem kórallar eru yfirleitt meira áberandi.
Fjallið er flatt að ofan og niður á tindinn eru 90 metrar frá yfirborðinu. Hér hafa vísindamennirnir víða séð mörg hundruð slöngustjörnur á fáeinum fermetrum. Dýrin njóta góðs af hringstraumnum sem liggur umhverfis Suðurskautslandið.
Vísindamennirnir mældu straumhraðann hér um 4 km á klukkustund og dýrin ná sér í fæðu með því að grípa næringarefni úr straumnum með örmunum.
Slöngustjörnur hafa fimm arma á litlum, kringlóttum búk. Armarnir eru þéttsetnir slímugum göddum sem fæðan festist í.