Ný uppfinning, kölluð „Gyrowheel“ gæti nú gjörbylt því hvernig börn læra að hjóla.
Í stað stuðningshjólanna sem ekki kenna börnunum almennilega að halda jafnvægi, getur þetta nýja hjól kennt þeim það smátt og smátt. Það er svonefndur snúður eða „gýróskóp“ sem heldur jafnvæginu.
Þetta er skífa sem snýst á miklum hraða inni í framhjólinu. Hún er knúin rafhlöðu sem endist í 3 tíma á fullum afköstum. Reiðhjólið heldur jafnvægi þótt ýtt sé við því, ef snúðurinn er í gangi.
Smám saman er hægt á snúðnum og barnið lærir jafnóðum að halda jafnvæginu.