Má bjóða þér umhverfisvænan bíl án þess að það bitni á hraða eða vélarafli?
Þá gæti sólknúni sportbíllinn Koeningsegg Quant kannski hentað þér. Frumgerð þessa sænska bíls var kynnt fyrr á árinu og samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda er aflið 512 hestöfl, bíllinn nær 100 km hraða á 5,2 sekúndum og mesti hraði er 275 km/klst.
Til viðbótar nýtir hann svo sólarorku að hluta. Þetta hljómar næstum of vel til að bíllinn verði nokkru sinni meira en frumgerð, en nú er því haldið fram í sænsku blaði að hann sé að líkindum á leið á markað.
Quant er með LED-ljós og skrokkurinn þakinn sólföngurum, en hann má líka hlaða á venjubundinn hátt. Hleðslan tekur 20 mínútur og endist í 500 km akstur.