Nýlega náði geimsjónaukinn Spitzer nokkuð nákvæmum myndum af miðju Vetrarbrautarinnar.
Miðbik Vetrarbrautarinnar er reyndar hulið sjónum af ryki, en þar eð Spitzer er innrauður sjónauki, sér hann í gegnum rykið. Með því að setja svo liti í myndirnar má fá ákveðið innsæi í þetta svæði, sem enn má heita órannsakað.
Stjörnufræðingarnir beina einkum sjónum að fjölmörgum rykstrókum sem teygja sig út úr tiltölulega flötu plani Vetrarbrautarinnar. Þetta er að líkindum efni sem þeyst hefur út í geiminn í formi sólvinda, sem sagt rafhlaðnar eindir frá allmörgum mjög þungum stjörnum.