Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Þýskir vísindamenn hafa rannsakað mörg þúsund ára gamlar grafir víða í Evrópu og mögulega öðlast nýja innsýn í kynvitund fólks á steinöld og bronsöld.

BIRT: 29/02/2024

Kynvitund og sjálfsmynd gæti hafa verið reikulli í evrópskri forsögu en við höfum haldið.

 

Það er alla vega meðal niðurstaðna rannsóknar hjá Göttingenháskóla í Þýskalandi þar sem hópur vísindamanna rannsakaði og greindi innihaldið í 1.252 forsögulegum gröfum á ýmsum stöðum í Evrópu.

 

Vísindamennirnir telja að allt að 10% einstaklinga í þessum gröfum gætu hafa verið fólk sem hvorki skilgreindi sig sem karl né konu – sem sagt það sem nú er kallað kynsegin.

 

„Rannsóknir á kynvitund á forsögulegum tíma hefur vakið deilur á síðustu áratugum og helsti átakapunkturinn er hversu altæk kynskiptingin hafi verið og ef ekki, þá hvert umfangið hafi verið,“ segja vísindamennirnir m.a. í niðurstöðum sínum sem nú hafa birst í Cambridge Archeological Journal.

 

Til að leita svara skoðuðu vísindamennirnir samhengið milli líffræðilegs og félagslegs kyns. Líffræðilegt kyn var ákvarðað á grundvelli beinarannsókna en félagslegt kyn var skoðað út frá því hvers konar hluti viðkomandi fékk með sér í gröfina.

 

Yfirleitt fundu menn vopn hjá karlmannsbeinum en skartgripi hjá beinum kvenna í þessum þúsundum grafa sem samkvæmt aldursgreiningum voru frá árabilinu 5500-1200 f.Kr. – sem sagt frá nýsteinöld og fram á bronsöld.

Í sex af sjö grafreitum í Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu fannst ákveðinn minnihluti þar sem líffræðilegt kyn kom ekki heim og saman við þá muni sem lagðir voru í gröfina.

 

Vísindamennirnir lýsa því t.d. hvernig karlmaður hafði verið jarðsettur í Þýskalandi með höfuðbúnað úr kuðungum og fleiru sem annars var umbúnaður kvenna.

 

Á öðrum stað fannst beinagrind konu sem í gröfina fékk með sér steinaxir, fiskiöngul, villisvínstennur og tinnuhníf.

Hvenær varð fornleifafræðin til?

Hvenær byrjuðu menn að rannsaka fortíðina eins og fornleifafræðingar gera nú?

Vísindamennirnir segja að um 10% beinagrindanna hafi ekki fallið að hinu hefðbundna kynjamynstri sem karl eða kona en ekki var unnt að ákvarða kyn um 30% beinagrindanna.

 

„Tölurnar sýna að sögulega séð getum við ekki lengur litið á slík frávik sem „undantekningar“ frá reglu, heldur öllu fremur sem „minnihluta“ sem gætu hafa verið formlega viðurkenndir, verndaðir og jafnvel notið virðingar,“ segir dr. Eleonore Pape sem tók þátt í rannsókninni en starfar nú við þróunarmannfræðideild Max Planck-stofnunarinnar.

 

Hún undirstrikar þó að þessi túlkun sé aðeins ein af fleiri mögulegum og ítarlegri greiningar, t.d. DNA-greiningar, verði látnar útiloka skekkjur í kynákvörðun beina eða aðrar mögulegar villur sem kynnu að hafa orðið.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is