Fyrir 252 milljónum ára urðu ofboðslegar hamfarir. Risastórt eldgos þakti stóra hluta hnattarins hrauni og útrýmdi flestum tegundum sem lifað höfðu á landi og í sjó.
Vísindamenn hafa talið að sækriðdýrið Iktosaurus sem nefnt hefur verið hvaleðla, hafi ekki þróast fyrr en eftir þessa miklu útrýmingu. En óvænt uppgötvun á Svalbarðseyjaklasanum gæti nú leitt til þess að sögu hvaleðlunnar þurfi að endurskrifa.
Lífið var þurrkað út
Norskir vísindamenn hafa fundið spor hvaleðlu í 250 milljón ára gömlu bergi. Þetta segja vísindamennirnir gefur til kynna að eðlan hafi þegar verið komin til sögunnar fyrir 250 milljón árum og þá mögulega enn fyrr, sem sagt fyrir útrýminguna miklu sem eyddi stærstum hluta af lífverum á jörðinni.
Fram að þessu hafa menn talið að uppruna hvaleðlunnar væri ekki að finna fyrr en eftir hamfarirnar. Elstu ummerki eftir þessar skepnur voru í 248 milljón ára gömlum jarðlögum og þar með um fjórum milljónum ára yngri en útrýmingin mikla.
Bakteríur grafa eftir gulli
Bakterían C. metallidurans safnar gulli upp í litla klumpa og kemur þeim út fyrir líkamann. Hæfnin kynni að nýtast við námugröft.
Einn vísindamannanna, Jørn Hurum, prófessor við náttúrusögusafnið í Osló, telur óraunhæft að ætla að svo stór hvaleðla hafi getað þróast á aðeins tveim milljónum ára. Hann er þess vegna sannfærður um að hvaleðlan hafi verið til fyrir útrýmingarhamfarirnar – og verið ein fárra tegunda sem lifðu þær af.