Alheimurinn

Stjarna sem blikkar gegnum ský

Stjarnan KIC 8462852 er svarti sauðurinn í alheiminum. Nú eru 200 stjörnufræðingar að reyna að finna ástæðuna fyrir afbrigðilegri hegðun hennar. Svarið liggur - ef til vill - í gasskýi.

BIRT: 03/02/2024

Dularfyllsta stjarna alheimsins er eins konar gælunafn stjörnufræðinga á stjörnunni KIC 8462852. Stjarnan er um 50% stærri en sólin, um þúsund gráðum heitari og í þúsund ljósára fjarlægð.

 

Það sem gerir stjörnuna merkilega er að hún er líkt og blikkljós á himni, með miklu misjafnari ljósstyrk en þekkist hjá nokkurri annarri stjörnu.

 

200 tóku höndum saman

Nú hafa fleiri en 200 stjörnufræðingar tekið höndum saman til að finna ástæðuna og safnað gögnum um stjörnuna frá sjónaukum víða um heim undir forystu Tabethu Boyajian hjá ríkisháskólanum í Louisiana í BNA.

 

Þannig hefur tekist að afla nákvæmra upplýsinga og greina nákvæmlega hvernig og hvenær ljósstyrkurinn eykst og minnkar á mismunandi bylgjulengdum.

 

Væri þéttur og ógagnsær massi á ferð kringum stjörnuna, telja stjörnufræðingar að það hefði sömu áhrif á ljós á öllum bylgjulengdum, en sú er ekki raunin.

 

Ennþá ráðgáta

Þvert á móti dró meira úr ljósstyrk á sumum bylgjulengdum en öðrum. Þetta bendir til að gasský hverfist um stjörnuna og mismunandi ljós nái misvel í gegnum gasið.

 

Ráðgátan er þó ekki að fullu leyst. Stjörnufræðingarnir segja mögulegt að halastjörnur við sólstjörnuna hafi einhver áhrif og enn aðrir vísindamenn álíta enn að mismunandi ljósstyrkur eigi uppruna sinn í stjörnunni sjálfri.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Spitzer/NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.