Náttúran

Stöðuvötn og stórfljót á Suðurskautslandinu

BIRT: 04/11/2014

Jarðfræði

Á Suðurskautslandinu hafa bandarískir vísindamenn nú uppgötvað alveg óþekkta vatnsveröld. Á um kílómetra dýpi undir ís og snjó á svæði sem kallast „Íshillan“ á vesturhluta meginlandsins leynast vatnsmikil fljót og stöðuvötn sem fyllast og tæmast á ótrúlega skömmum tíma.

Og það voru reyndar einmitt þessar hröðu breytingar sem urðu til þess að vísindamennirnir urðu vatnsins varir. Það gerðist með hjálp gervihnattarins ICESat sem sveimar umhverfis jörðina. Á þriggja ára tímabili hefur gervihnötturinn mælt allt að 9 metra hæðarsveiflur á yfirborði íssins. Slíkar breytingar verða aðeins vegna þess að stöðuvötn undir ísnum fyllast og tæmast til skiptis. Frá gervihnettinum hafa menn nú uppgötvað heilt netverk fljóta og stöðuvatna og hið stærsta þeirra er um 500 ferkílómetrar.

Vöktunin hefur að auki sýnt fram á að vatnið er á stöðugri hreyfingu. Það tók t.d. aðeins þrjú ár að tæma tvo rúmkílómetra af vatni úr vatnshólfi sem er um 300 ferkílómetrar að stærð. Allt þetta vatn streymdi út í haf eftir farvegi sem liggur út undir Ross jökulþiljuna. Það kemur vísindamönnunum í opna skjöldu að vatnið skuli berast jafn hratt og raun ber vitni. Uppgötvunin hefur vakið verulega athygli, enda skiptir miklu máli á tímum hnattrænnar hlýnunar að geta gert sér grein fyrir því hve mikið vatn leynist undir íshellunni á Suðurskautslandinu. Þetta vatn ryður líka með sér ís til sjávar þar sem hann bráðnar og getur valdið hækkun á yfirborði heimshafanna.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Glæpir

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.