Læknisfræði

Stofnfrumur úr fitu lækna slitgigt

Hné þrútna og fingur stífna. Gigt hrjáir annan hvern jarðarbúa einhvern tímann á ævinni. Með aðstoð stofnfrumna hefur vísindamönnum nú tekist að endurmynda eytt brjósk og þjökuð bein.

BIRT: 03/10/2023

Bólgan herjar áfram og brjóskið þynnist og þetta veldur kvölum í hnénu þegar sjúklingurinn hreyfir sig. Hundruð milljónir manna þjást af slitgigt um heim allan.

 

Sjúkdómurinn veldur ógurlegum kvölum og bólgurnar í hnénu gera það að verkum að sjúklingurinn á erfitt með að hreyfa sig.

 

Til þessa hefur læknum ekki tekist að finna neina lækningu gegn slitgigt. Læknar hafa fyrir vikið einungis getað boðið upp á linun sársaukans með bólgueyðandi eða verkjastillandi lyfjum.

 

Þegar svo sjúkdómurinn hefur eyðilagt liðinn algerlega er eina lausnin fólgin í því að koma fyrir gervilið úr plasti eða málmi í stað skemmda liðarins.

 

Lækningin felst í fitunni

Nú hefur teymi vísindamanna við Melbourne stofnfrumumiðstöðina í Ástralíu loks tekist að finna lækningu. Með því að nota stofnfrumur úr fitu sjálfra sjúklinganna hefur ekki einvörðungu tekist að hefta sjúkdóminn, heldur einnig, í sumum tilvikum, að fá brjóskið til að endurnýja sig.

Fyrstu tilraunirnar voru gerðar á 30 sjúklingum sem allir þjáðust af slitgigt í hnjám. Þátttakendum tilraunarinnar var skipt í tvo jafnstóra hópa og var helmingurinn meðhöndlaður með stofnfrumum en hinn fékk lyfleysu.

 

Tilraunin fólst m.a. í því að taka bandvefsstofnfrumur úr sjálfum sjúklingunum. Mikill ávinningur var fólginn í þessu atriði, því þannig minnkar hættan á að líkaminn hafni stofnfrumunum ellegar að þær orsaki enn verri bólguviðbrögð í líkamanum en þau sem sjúklingurinn þegar er að berjast við af völdum gigtarinnar.

 

Stofnfrumur úr fituvef

Stofnfrumurnar voru ekki teknar úr beinmergnum, líkt og áður, heldur úr fituvef sjúklingsins. Fituvefurinn felur í sér ógrynni stofnfrumna sem að öllu jöfnu mynda einungis fitufrumur en komist þær inn í lið þróast þær þess í stað sem brjóskfrumur.

 

Ávinningurinn af því að fá stofnfrumurnar úr fituvef er að sama skapi sá að ferlið er einfaldara.

 

Vísindamennirnir beittu fitusogi til að taka köggul af fituvef úr öllum þrjátíu þátttakendum. Sýnin fólu ekki einvörðungu í sér stofnfrumur heldur m.a. einnig þónokkuð af fitufrumum.

 

Vísindamennirnir einangruðu fyrir vikið stofnfrumurnar og fjölguðu þeim síðan. Að því loknu sprautuðu vísindamennirnir einangruðu stofnfrumunum inn í sérlega grind eða form sem frumurnar gátu skipt sér á og sem líkja eins mikið eftir aðstæðum inni í liðnum og frekast er unnt.

 

Útkoman varð fullt mót af stofnfrumum, sem líktust nákvæmlega brjóskvefnum sem þeim var ætlað að leysa af hólmi.

 

Vísindamennirnir sprautuðu þvínæst stofnfrumunum inn í veika liðinn. Þar fengu frumurnar skilaboð um að breyta sér í brjóskfrumur og að endurnýja skemmda vefinn.

 

Stofnfrumurnar höfðu að sama skapi bólgueyðandi áhrif og drógu úr bólguviðbrögðunum sem slitgigtin hafði orsakað í liðnum. Þetta er mikilvægt, en að öðrum kosti hefði bólgan strax valdið skemmdum á nýja brjóskinu.

 

Skoðað ári seinna

Vísindamennirnir hafa endurtekið tilraunina á 40 gigtarsjúklingum í því skyni að rannsaka langtímaáhrif meðferðarinnar.

 

Þegar vísindamennirnir tóku segulómmyndir af skemmdum liðum sjúklinganna ári seinna, kom í ljós að skemmdir af völdum sjúkdómsins höfðu ekki tekið sig upp aftur og að brjóskið, sem í erfiðustu tilfellunum var alveg horfið, var tekið að myndast á nýjan leik.

 

Þrír af hverjum fjórum þátttakendum greindu einnig frá því að þeir ættu betra með að hreyfa sig og væru ekki eins verkjaðir. Tveir þriðju kváðust finna fyrir helmingi minni verkjum en fyrr.

HÖFUNDUR: ANDREAS ANDERSEN

Shutterstock, © Henning Dalhoff

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn veslast upp af einsemd

Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Heilsa

Morgunmatur skiptir höfuðmáli fyrir geðheilsu barna og unglinga.

Alheimurinn

Milljarðamæringur fer í fyrstu geimgöngu sögunnar á vegum einkaaðila.

Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Lifandi Saga

Gleymdur frumkvöðull vökvaði eyðimörkina

Maðurinn

Hvers vegna gnísta sumir tönnum – og er það skaðlegt?

Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is