Náttúran

Stökkkönguló fundin á Papúa Nýju-Gíneu

Ný grein köngulóaættar fannst í regnskógarleiðangri.

BIRT: 04/11/2014

Í leiðangri sínum um frumskóga á Papúa Nýju-Gíneu hafa vísindamenn nú fundið fjölda áður óþekktra dýrategunda. Þeirra á meðal eru þrjár sérstæðar tegundir köngulóa, sem teljast ekki aðeins nýjar tegundir, heldur er ættkvíslin einnig áður óþekkt.

 

Ein þessara köngulóa er stökkköngulóin Tabuina varirata og tilheyrir undirætt sem aðeins er til á Papúa Nýju-Gíneu.

 

Stökkköngulær eru reyndar afar fjölbreyttar, en alls eru þekktar um 5.000 tegundir í heiminum öllum. Það einkennir þær að geta stokkið marga sentimetra, en til þess nýta þær eins konar „vökvadælukerfi“ í fótunum.

 

Leiðangursmenn fundu einnig nýja tegund gekkóeðlu sem fengið hefur nafnið Cyrdotactylus.

 

Þessi eðla hefur þó ekki sogskífur á fótunum, heldur klær sem hún notar til að klifra í trjám.

 

Af þremur froskategundum eru tvær af ættkvíslunum Nyctimystes og Litoria. Fyrrgreinda tegundin kemur eggjum sínum fyrir undir steinum í lækjum og nýklaktar körturnar nota afar stóran munn til að sjúga sig fastar á steinana og forðast þannig að berast með straumnum.

 

Litoria-froskurinn lætur aftur á móti heyra vel í sér. Söngur hans yfirgnæfir lækjarniðinn og hljómar líkt og hringitónn í síma.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.