Náttúran

Svona hafa flugeldar áhrif á milljónir fugla

Rakettur, skottertur og sprengjur springa með látum en flugeldarnir hafa gríðarleg áhrif á atferli fugla í þó nokkuð langan tíma eftir gamlárskvöld.

BIRT: 01/01/2024

Við Íslendingar eigum líklega heimsmet í að skjóta upp flugeldum um áramót til að fagna komu nýs árs og kveðja hið gamla.

 

En um miðnættið þegar lætin eru sem mest og flugeldarnir lýsa upp næturhimininn eru aragrúi flugla í eldlínunni.

 

Ærandi sprengingar og glitrandi ljósblossar eiga að skapa hátíðarstemningu og gleði en skapar gríðarlega skelfingu, streitu og ringulreið meðal fugla auk annara dýra.

 

 

Og þetta hefur alvarlegar afleiðingar samkvæmt hollenskri rannsókn.

 

Vísindamenn hafa fundið út, með gögnum frá veðurratsjám og opinberri fuglatalningu hversu margir fuglar hefja sig á loft þegar flugeldaskothríðin hefst, í hvaða fjarlægð frá flugeldunum þetta gerist oftast og hversu lengi áramótasprengingarnar hafa áhrif á hegðun fuglanna.

 

100.000 sinnum fleiri fuglar á flugi

Vísindamennirnir frá háskólanum í Amsterdam hafa fylgst með mismunandi fuglategundum á svæðum þar sem skotið er upp flugeldum á gamlárskvöld.

 

Í ljós kemur að það eru að meðaltali 1000 sinnum fleiri fuglar fljúgandi á gamlárskvöld en aðrar nætur. Sums staðar er jafnvel allt að 100.000 sinnum venjulegur fjöldi fugla.

 

Flugeldarnir hafa áhrif á fugla í allt að 10 kílómetra fjarlægð frá skotstað.

 

„Milljónir fugla taka flugið skyndilega vegna hávaða og ljóss. Í löndum þar sem fjöldi fugla hefur vetrarsetu eru milljónir fugla sem verða fyrir gríðarlegum áhrifum af völdum flugelda,“ segir Bart Hoekstra, sem rannsakar líffræðilegan fjölbreytileika og gangverk vistkerfa við háskólann í Amsterdam.

 

Fjöldi fuglategunda hefur vetursetu í löndum eins og Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Hollandi sem og hér á landi. Þessi lönd búa við kalda og snjóþunga vetur og ýmsar fuglategundir flytjast til þessara svæða til að nýta sér mildara strandloftslag, hafið og fæðuauðlindir.

 

Varanleg áhrif

Hávær áramótafagnaður okkar virðist trufla náttúrulega hegðun fuglanna í langan tíma.

Rannsóknin sýnir að fuglarnir þurfa að meðaltali 10 prósent lengri tíma til að verða sér úti um fæðu næstu 11 dagana – í sumum tilfellum jafnvel lengur. 

 

Fuglarnir þurfa greinilega fjölda daga til að ná upp glataðri orku og venjast nýjum og ókunnugum slóðum eftir flótta frá flugeldunum. 

 

Fuglarnir nota meiri orku en venjulega eftir fjölda klukkustunda á flugi og lengri tíma án fæðu.  Orka, sem á erfiðum vetrarmánuðum, þegar fæða getur verið af skornum skammti, er afar dýrmæt.

 

Gríðarleg birta flugeldanna veldur því einnig að hættan á að fuglarnir rekist á byggingar, tré og aðrar hindranir eykst verulega. 

 

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina telja að við getum hjálpað fuglunum með því að koma upp flugeldalausum svæðum. 

 

”Þessi svæði geta verið þar sem áhrif ljóss og hljóðs eru ekki eins mikil eins og t.d. nálægt skóglendi. Það væri samt langbest fyrir fuglana ef við nýttum okkur hljóðlátar ljósasýningar eins og til dæmis drónasýningar eða lágværra skrautflugelda,“ segir Hoekstra í fréttatilkynningu.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is