Árið 1878 var í fyrsta sinn unnt að sjá hreyfingar á myndarúllu. Þá hafði uppfinningamaðurinn Eadeward Muybridge nefnilega fundið upp eins konar fyrirrennara kvikmyndasýningarvélar. Tækið nefndi hann „Zoopraxiskóp“.
Muybridge byrjaði á að þróa tækni sem gerði honum kleift að ná skýrum ljósmyndum með lokahraða sem ekki var nema um þúsundasti hluti úr sekúndu. Þannig tókst honum fyrstum manna að skapa röð ljósmynda sem unnt var að setja saman í hreyfimynd.
Til að sýna þessar myndaraðir skapaði Muybridge svo zoopraxískóp sitt sem sýndi myndaröðina nógu hratt til að hún myndaði ljóslifandi samfellu. Þetta þótti byltingarkennd upplifun og Muybridge sýndi á næstu árum fjölmargar myndaraðir af dýrum og mönnum.