Æi! Þig verkjar í genin

Þú engist um af kvölum og það er gott fyrir þig. Gen þín sýna hve mikilvægur sársaukinn er – og þú kannt að hafa erft sársaukaþröskuld þinn frá Neanderdalsmanni. Nú á ný þekking um DNA sársaukans að hindra að þjáningar þínar verði óbærilegar.

Erfðafræðilega byltingin

Genatæknin verður nú fyrir alvöru í hvers manns eigu. Fyrir tæplega 1.000 dali getum við nú fengið persónulega greiningu sem afhjúpar sérstaka erfðafræðilega drætti okkar. Og fyrstu manneskjur hafa nú þegar fengið kortlagningu á öllum genum sínum enda á milli. Læknisfræðilegir möguleikar framundan eru gríðarlegir.