Lúpínur þróast á methraða

Hópur grasafræðinga við Oxford-háskóla á Englandi hefur nú uppgötvað nýtt met í jurtaríkinu. Á aðeins 1,47 milljón árum hefur ein stök lúpínutegund aðgreinst í 81 tegund í Andesfjöllum í Suður-Ameríku.