Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Sennilega álíta margir að draumar þeirra gegni engum tilgangi en þó borgar sig engu að síður að veita þeim athygli því rannsóknir hafa leitt í ljós að draumar gera okkur bæði vitrari og glaðari.

BIRT: 25/07/2024

Þú dreymir að meðaltali tvo tíma á hverri nóttu og þó svo flestir vísindamenn séu sammála um að innihald drauma hafi enga sérstaka merkingu, þá geturðu það veitt þér aukna gleði ef þú ert meðvitaðri um þá.

 

Vissir þú til dæmis að þú ert úthvíldari ef þú vaknar strax eftir draumasvefn? Það krefst þess bara að stilla vekjaraklukkuna á réttan tíma.

 

Draumar þínir geta hjálpað þér að hugsa rökrétt, bætt sköpunargáfu þína og létt lundina.

 

BETRI HVÍLD

Vaknað í draumi

Okkur finnst við vera best úthvíld ef við vöknum í miðjum draumsvefni en á því stigi minna heilabylgjurnar mest á vöku og svo er kosturinn jafnframt sá að þá eigum við auðveldara með að muna drauma. Séum við á hinn bóginn vakin úr djúpsvefni reynist okkur erfitt að vakna alveg og við eigum á hættu að verða þreytt og illa upplögð langt fram eftir degi.

 

Draumsvefninn er síðasta stigið í hverjum svefnhring en hver hringur stendur að öllu jöfnu yfir í 90 mínútur. Ef við viljum vakna hress og kát að morgni er því góð hugmynd að sofa í nokkur 90 mínútna tímabil.

Við sofum í áföngum

Hver svefnlota tekur um 90 mínútur og á þeim tíma förum við í gegnum mismunandi stig. Meðan á venjulegum nætursvefni stendur endurtekur hringrásin sig fimm sinnum:

 

1. Léttur svefn (N1), umskipti frá vöku yfir í svefn eru um 5 mínútur.

 

2. Hálfdjúpur svefn (N2), þar sem þú ert algjörlega meðvitundarlaus, varir venjulega í 10-25 mínútur.

 

3. Djúpi svefninn (N3 og N4), þar sem við bregðumst að mestu leyti ekki við umhverfinu, varir í 20-30 mínútur.

 

4. Draumasvefn, einnig kallaður REM svefn, lengist og lengist með hverri svefnlotu.

 

Ef t.d. er farið í háttinn kl. 23 að kvöldi er því alveg óhætt að stilla vekjaraklukkuna á 6.30 sem leiðir af sér sjö til sjö og hálfs tíma svefn (samsvarandi fimm svefnlotum) umfram það að næla sér í hálfs eða heils tíma aukalegan svefn.

 

BETRI RÖKHUGSUN

Lært að dreyma skírdrauma

Skírdraumar eru draumar sem við höfum stjórn á og við getum haft áhrif á atburðarásina í þeim. Þegar okkur dreymir slíka drauma erum við meðvituð um að okkur sé að dreyma og rannsóknir gefa til kynna að einstaklingar sem slíka drauma fá séu jafnframt betur í stakk búnir að horfast í augu við raunveruleikann þegar þeir eru vakandi og eigi að auki auðveldara en ella með að leysa verkefni sem krefjast rökhugsunar.

 

Þetta tókst Patrick Bourke við háskólann í Lincoln að sýna fram á í tilraun sem fólst í að sýna þátttakendum þrjú orð og finna því næst eitt orð sem gat verið forskeyti þeirra allra. Þeir einstaklingar sem fengu skírdrauma voru með 29% fleiri rétt svör en hinir.

 

Hægt er að þjálfa sig í að komast að raun um hvort okkur er að dreyma, t.d. með því að kanna hvort spegilmynd okkar er óbrengluð yfir daginn. Heilinn mun svo smám saman venjast því að framkvæma sömu raunveruleikakönnun í svefni.

 

BÆTT SKÖPUNARGÁFA

Hugsað fyrir svefninn

Svokallaðar skynvillur eða ördraumar, líkjast til muna alvöru draumum en gera einungis vart við sig í örfáar mínútur í senn, rétt áður en við missum meðvitund og hverfum á vit létta svefnsins. Rannsóknir hafa sýnt fram á að því fleiri og átakameiri ördrauma sem okkur dreymir, þeim mun hugmyndaríkari og meira skapandi verðum við næsta dag.

 

Ef við hugsum um eitt tiltekið orð þegar við leggjumst til svefns, þeim mun átakameiri og frjórri ördrauma mun okkur dreyma um þetta tiltekna orð. Þegar við vöknum eftir nætursvefninn höfum við gleymt ördraumunum en ef við t.d. höldum á einhverjum hlut út fyrir rúmstokkinn þannig að við missum hann og vöknum rétt í þá mund sem svefninn gerir vart við sig, þá munum við eftir draumunum.

 

Með því að endurtaka þetta nokkrum sinnum getum við haft upp úr krafsinu nokkra átakamikla ördrauma sem stuðla að bættri sköpunargáfu.

 

AUKINN SJÁLFSSKILNINGUR

Leitað á réttum stað á tímalínunni

Þó svo að vísindamenn séu almennt ekki þeirrar skoðunar að draumar okkar hafi neina sérstaka merkingu, finna margir að þá dreymir gjarnan um eitthvað sem hvílir þungt á þeim. Við getum þess vegna notað draumana til að öðlast innsýn í það sem við erum að glíma við, án þess beinlínis að gera okkur grein fyrir því.

 

Ef við höfum hug á að tengja draum við fyrri upplifanir skyldum við gæta þess að leita á réttum stað í minninu. Þær upplifanir sem rata inn í drauma okkar hafa nefnilega sjaldnast átt sér stað á tilviljanakenndum tíma. Rannsóknir sýna að okkur dreymir gjarnan um atburði sem átt hafa sér stað annað hvort sama dag eða fimm til sjö dögum áður. Því er ekki líklegt að það sem við erum að glíma við í draumum okkar eigi rætur að rekja til einhvers sem gerðist í fyrradag eða fyrir tveimur vikum.

 

BETRA SKAP

Sofið lengur án truflana

Draumar gera okkur færari um að takast á við streitu og óþægilega lífsreynslu sökum þess að draumsvefninn gegnir hlutverki eins konar sefandi lækningar sem mildar allar neikvæðar tilfinningar dagsins.

 

Draumarnir örva að sama skapi jákvæðar tilfinningar, á borð við gleði sem gerir það að verkum að góðar tilfinningar verða enn betri, hafi okkur dreymt mikið nóttina á undan.

 

Okkur fer ekki að dreyma fyrr en tæplega hálfri annarri klukkustund eftir að við sofnum og því er hætt við að þeir sem vakna mjög oft komist aldrei í draumalandið. Því lengur sem við höfum sofið, þeim mun meira dreymir okkur og eftir sex tíma svefn dreymir okkur um það bil helming tímans.

 

Þess vegna er mikilvægt að tryggja sér langan, órofinn nætursvefn ef við viljum hafa eins miklar draumfarir og frekast er unnt.

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

© jamesteohart/Prostock-studio/Shutterstock,© Smit/Shutterstock,© Lotte Fredslund & Shutterstock,© Kyrylo Ryzhov/Shutterstock & Lotte Fredslund,© oYOo/Shutterstock,© cvm/Shutterstock,© Kosol Phunjui/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn veslast upp af einsemd

Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Heilsa

Morgunmatur skiptir höfuðmáli fyrir geðheilsu barna og unglinga.

Alheimurinn

Milljarðamæringur fer í fyrstu geimgöngu sögunnar á vegum einkaaðila.

Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Lifandi Saga

Gleymdur frumkvöðull vökvaði eyðimörkina

Maðurinn

Hvers vegna gnísta sumir tönnum – og er það skaðlegt?

Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is